Þar hafiði það

"Sýnið hvernig þetta er" sagði Guðjón (minnir að hann heiti það) og það sáum við. Ung stúlka öskrar á lögregluþjón sem stendur kjurr og sinnir sínu lögboðna hlutverki, kallar hann svín og hrækir framan í hann, á meðan stendur hann aðgerðarlaus. Hún segir hann hafa kreist handlegg hennar, væntanlega hefur hann haldið í hann, gripið þéttingsfast. Maður með grímu um andlitið ögrar lögreglunni, "þeir eru að bíða eftir því að fá að nota piparúða". Að þeir skuli ekki hafa gert það er með ólíkindum. Þvílikt langlundargeð og prúðmennska. Þvílík þolinmæði.

Friðsöm mótmæli? Fæ það ekki séð.

"Hvað með glæpinn sem þeir frömdu á okkur?" spyrja sumir. Er hægt að afsaka allt með þessum "glæpum" sem unnið er að að rannsaka? Nei, það er engin afsökun. Dómsvaldið er dómstólanna, ekki götunnar.

Ég vil að lokum hrósa lögreglumönnum. Þetta eru menn og konur sem búa í sama landi og við, við sömu aðstæður. Mæta í vinnuna og takast á við slys, dauðsföll, sorgir og fá þess á milli að þola skítkast og ásakanir frá æstum dómstóli götunnar sem telur að því er virðist 20 - 30 manns. Að loknum sínum vinnudegi, fara þeir úthræktir og andlega meiddir, og stundum líkamlega eins og í gær, til síns heima og opna sína reikninga, kíkja á heimabankann, faðma börnin sín og lifa sínu lífi. Hrós til þeirra allra.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friedman

Mikið er ég ánægður að þetta sé fyrsta bloggfærslan sem ég les við þessa frétt.

Það virðist vera mjög móðins hjá mótmælendum að kalla lögregluþjóna svín og fasista þótt fæstir þessara krakka átti sig á því hvað fasisti þýðir.

Það er eins og þessir krakkar haldi að lögreglan sé eitthvað spillt stjórnmálaafl og reiðin virðist mun frekar beinast að lögreglunni heldur en t.d. útrásargreifunum?

Ég er mjög stoltur af framgöngu lögreglunnar í öllu þessu óveðri sem gengið hefur yfir og ég vildi að mótmælendur og mömmur þeirra myndu beina reiði sinni eitthvert annað en á þetta harðduglega fólk.

Friedman, 9.12.2008 kl. 12:15

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála ykkur tveimur í öllum atriðum. Og halda þessi ungmenni virkilega að best sé að koma ríkisstjórninni frá  með ögrunum við lögregluna. Því það er bara það sem þau eru að gera, panta meiri piparúða og meiri hörku frá lögreglunnar hendi.

Fólk sem ekki þorir að sýna andlit sitt er ekki merkilegur pappír.

Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:24

3 identicon

Ég er alveg sammála þér Aliber. Hvernig sem maður reynir að réttlæta þessi mótmæli þá er útilokað að kalla þetta friðsamleg mótmæli. Mótmælendur eru greinilega að bíða eftir tilefni til að geta ásakað lögregluna um ofbeldi - og þeir nota sjálfir ofbeldi til þess. Þeir saka ríkisstjórnina um valdníðslu en notar sjálfir valdníðslu til að mótmæla. Ef þetta er fólkið sem verður síðar kosið á þing þá er svo sannarlega illa komið fyrir þjóðinni. Mótmælendur saka ríkisstjórnina um virðingarleysi en sýna sjálfir margfalt meira virðingarleysi með skítkasti, skrílslátum og ofbeldi. Það er rétt hægt að ímynda sér hvers konar framtíðarþingmenn þetta yrðu og hvaða aðferðir þeir myndu nota. Núverandi spilling myndi blikna í samanburðinum við þeirra aðferðir. Þessir mótmælendur eru eins og ofbeldis-fótboltabullurnar, þeir koma ekki í neinum íþróttaanda heldur til að fá útrás fyrir ofbeldi og skrílslæti. Mér liggur við að segja að lögreglan sýni óskiljanlega mikla þolinmæði.

Magnús (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Vilma Kristín

Svo sammála, takk fyrir góða færslu.

Vilma Kristín , 9.12.2008 kl. 12:56

5 Smámynd: Aliber

Þakka innlit og athugasemdir gott fólk.

Síðan vil ég biðja kreppukallinn um að útskýra sína athugasemd betur. Hvað gerir okkur að aumingjum? Það að við viljum koma fram af virðingu við vinnandi menn og konur í stétt lögreglumanna? Það að við tökum ekki þátt í því að nota ofbeldi til að knýja fram ofbeldi?

Þú ert í raun minn kæri kreppukall, með þessari athugasemd þinni, ekki að gera neitt annað en að lýsa þínum innri manni. Er þetta algengt meðal þeirra sem ofsafull mótmæli stunda? Upphrópanir og lítilsvirðing í garð samlanda og þjáningarbræðra? Af hverju ættum við að styðja mótmæli ykkar ef þetta er hugsunarhátturinn?

Nei, svona framganga eykur bara á andstöðu gegn ykkar hópi meðal almennings.

Góðar stundir.

Sá gamli

Aliber, 9.12.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Aliber

"Aumingjaskapurinn felst í þvi að gera ekki nokkurn skapaðan hlut nema að sitja og fordæma aðra fyrir að taka til hendinni"

Mér þykir þú taka stórt upp í þig. Hvað veist þú um það hvort ég hafi mætt á Austurvöll síðustu laugardaga? Hvað veist þú um það hvort ég hef mætt á borgarafundi í Háskólabíó?

Ekki neitt.

"Þið fólkið sem er svo á móti mótmælendum eruð að styðja ofbeldi , já þið."

Hvergi kemur fram að þeir sem hér hafi tjáð sig séu á móti mótmælendum, heldur aðferðafræði lítils hóps.

Mér er svosem slétt sama hvort aktivistar hylji andlit sín eða ekki, óþarfa dramatiseríng að minu mati.

Það sem færslan gekk út á er hvernig þetta er orðið eitthvað strið á milli aktivista og lögreglumanna. Ástæður mótmælanna eru lentar í 2 sæti eða jafnvel ennþá neðar. Þetta er komið langt út fyrir efnið og bitnar á þeim sem síst skildi. Lögreglumönnum sem reyna að vinna sína vinnu.

Og ég hef kynnt mér málið, svo virðist vera sem að mótmælendur vilji gagnkvæma virðingu, alveg þangað til einhver er ósammála þeim eða setur út á aðferðir þeirra. Er virðingin s.s. skilyrt við það að vera 100% sammála?

M.b.k.

Sá gamli

Aliber, 9.12.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband