Ekki hræddur við að vera óvinsæll

Það er gott að fá Göran Persson til landsins. Hann hefur stýrt sinni þjóð í gegnum svipaðan vanda og við glímum við í dag.

Hann sagði margt gott en eitt greip athygli mína umfram annað.

"Ég gerði það og endaði sem einn hataðasti stjórnmálamaður í Svíþjóð um áraraðir, en það var þess virði þar sem hinn valkosturinn var verri"

Vantar vissulega samhengið hérna í kring en það að hann hafi orðið einn hataðasti stjórnmálamaður Svíþjóðar er athyglivert. Stjórnmálamenn á Íslandi eru langt frá því að vera vinsælir þessa dagana.

Ég get aðeins vonað að þær aðgerðir sem verið er að vinna að skili sér á endanum. Einnig vona ég að hlustað verði á Persson.

Vandinn er bara svo stór að flókinn að við skiljum hann ekki.

Ég er hagfræðimenntaður en stend eigi að síður með spurningamerki yfir höfðinu þegar ég reyni að ná utan um hvað er í gangi. Þetta er flókinn og umfangsmikill vandi og þær ákvarðanir sem stjórnmálamenn þurfa að taka munu verða óvinsælar margar hverjar.

Með hjálp alþjóða gjaldeyrissjóðsins, fræðimanna hér á landi og manna eins og Göran Persson ættum við þó að geta silgt í gegnum þetta án mikið meiri skakkafalla.

Hrunið er orðinn hlutur, núna tekur uppbyggingin við. Vandinn er ekki heimatilbúinn heldur stærðin á honum. Hluti uppbyggingarinnar hlýtur þ.a.l. að felast í því að verja okkur fyrir utanaðkomandi skellum á við þann sem skall á okkur og heimsbyggðinni núna í haust þannig að við komum ekki eins illa út úr næsta skelli, hvenær svosem hann verður.

Góðar stundir

Sá gamli.


mbl.is Persson: Aukin lántaka - aukinn vandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég vildi að ég trúði því að hrunið væri bara orðinn hlutur en ég er hræddur um að hrunið sé bara rétt að byrja. Ég hef ekki séð nokkrar tölur sem benda til þess að við munum geta staðið undir þeim erlendu lánum sem á okkur kvíla og því bara spurning um tíma áður en næsti skellur kemur. Það má vera að ég sé of svartsýnn vegna þess að stjórnvöld séu að leyna góðum fréttum en það virkar frekar ólíklegt.

Héðinn Björnsson, 10.12.2008 kl. 15:45

2 identicon

Það eina sem Göran Persson sagði satt á þessum fundi er að hann var og verður alltaf með þeim mesthötuðu stjórnmálamönnum í Svíþjóð.  Hann er hrokagikkur, eiginhagsmunapotari, og hikar ekki við að beita frúnni fyrir vagninn, til að afla tekna með því að ráða hana í eitt hæstlaunaðasta starf í Svíþjóð.  Síðan er hún,hans hægri hönd í öllum bittlingaráðum (og nokkra aura fyrir það)  Þar gat ekki Göran Persson verið því hann var jú formaður verkalýðsflokks.  Nei, það verður aldrei litið á Göran Persson sem mikinn  stjórnmálamann í Svíþjóð, en hann er eins og engill á móti ísl.  stjórnm.m.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Aliber

Eflaust er hann umdeildur og misvinsæll meðal fólks. Það eru stjórnmálamenn alltaf og ekki skapar það þeim vinsældir að vera við stjórnvöldin í árferði eins og því sem núna ríkir. En það breytir því ekki að hann var við stjórnina þegar Svíþjóð gekk í gegnum sína kreppu, hví ekki að hlusta á menn með reynslu?

Sá gamli

Aliber, 10.12.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband