Bull

Hef séð þá beita gasinu og skoðað eins mörg myndbönd af þessu og ég hef getað komist yfir.

Það er ósköp einfalt hvernig þetta virkar.

Lögreglan varar við, síðan fara brúsarnir á loft og þessu er sprautað í allar áttir. Þetta fer einfaldlega á þá sem verða í vegi fyrir því. Þetta fer á þá sem standa næst lögreglumönnunum, næst þeim lögreglumönnum sem hafa gefið út viðvörunina. Ef þú stendur við þá, þá færðu gasið á þig.

Ég skoðaði myndir sem einhver sagði að sannaði að lögreglan miðaði á ljósmyndara, að vísu sagði einhver að þessar sömu myndir sönnuðu að þeir miðuðu á augu en gott og vel. Staðreyndin er sú að þeir sem halda á brúsunum standa fyrir aftan lögreglumenn með skyldi og teygja sig yfir þá. Þegar maður lyftir brúsa hátt upp og sér ekki almennilega  er erfitt að ætla sér að miða á ákveðna einstaklinga í þéttskipuðum hóp og hvað þá í augun á þeim.

Eitt að lokum

Burt með Davíð og dagsetjum kosningar.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Segja vísvitandi sprautað piparúða á fréttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BULL!!!
ÞÚ VEIST EKKERT!! ÉG FÉK BUNU Í AUGAÐ OG ÉG SÁ HVAÐAN HÚN KOM!!!! FOKKINGS LÖGGAN VAR AÐ MIÐA Á MIG OG GLOTTI SVO!!!

ERTU KANNSKI LÖGGA ALBIER???

ANARKY (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:17

2 identicon

Prófaðu að skoða þetta og þá sérstaklega myndirnar af lögreglukonunni neðarlega í færslunni.

snorri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: Aliber

Snorri ég var búinn að sjá þetta. Hvers vegna er fólk ennþá við girðinguna þegar búið er að gasa í gegnum hana þrisvar sinnum? Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur eða hvað? Allavega morgunljóst hvað hún var að fara að gera. Án þess þó að mæla þessu sérstaklega bót en ég hefði þó allavega komið mér í burtu. Sem ég og gerði, ég tók fullan þátt í þessum mótmælum en er þó með öllu ógasaður.

Sá gamli

Aliber, 22.1.2009 kl. 13:34

4 identicon

Aliber, miðað við þetta og sögur ljósmyndara sem voru á staðnum (og ótrúlega hátt hlutfall þeirra var gasað), þá er þetta ekki eðlileg beiting á gasi. Gasið er varnarúði og skal notast sem slíkur, þessi viðbrögð lögreglukonunnar eru ekki varnarviðbrögð heldur úthugsuð viðbrögð við engri hættu eða ógnun.  Einnig á ekki að sprauta þessu gasi í andlit fólks heldur dreifa skal yfir mannfjölda, þannig að verklag hefur verið illa brotið.

Að þessu sögðu vil ég líka taka það fram að ég styð ekki ofbeldi gegn lögreglu, ekkert frekar en ég styð ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum.  Lögregla þarf vissulega að nota vald til að sinna sinni vinnu, en þegar hún er farin að gasa fólk án sýnilegrar ástæðu (sbr. lögreglukonan) þá er það óþörf valdbeiting sem á engan rétt á sér.  Grjótkast ofbeldisseggja, ögrun við lögreglu í starfi og annað því um líkt er af sama meiði og óþörf valdbeiting lögreglu.

snorri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:08

5 identicon

þetta er nú bara bull ... ég var þarna í gær og ég sá einn strák á aldrinum 11-13 ára vera eitthvað að espa lögregluna smá upp og þá bara púff spreyjaður beint í augun og það var sko miðað ... og strákurinn hljóp burt ráðvilltur þangað til að lögreglan barði hann með kylfunni í bakið og handtók hann... lögreglan er að misnota aðstæðurnar það er sannleikurinn ... þetta er fazistar og ekkert annað

kristinn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband