Hvað í ósköpunum er maðurinn að fara??!

Í fyrsta lagi. Gott að Stefán er búinn að opinbera sig sem samfylkingarmann (sem hann reyndar gerði með því að básúna furðulega skattaútreikninga sína á stöð 2 reglulega þangað til Samfylkingin komst í ríkisstjórn).

Í öðru lagi. Hvað á hann við með orðunum, „Hér á landi eru einhverjir róttækustu frjálshyggjumenn sem fyrirfinnast á Vesturlöndum,“?? Hvar eru þeir?

Svo sannarlega ekki í ríkisstjórnum síðustu ára. Hér er ríkisrekin áfengissala og í bullandi góðæri fór ríkisstjórnin í stærstu framkvæmd sögunnar hér á landi. Og svo framvegis.

Í þriðja lagi. Byrjar hann enn og aftur á röfli sínu um skiptingu auðs (blautir Gini - stuðuls draumar).

Hann nefnilega segir aldrei nema hluta sögunnar. Jú, bilið milli þeirra ríkustu og fátækustu hefur víkkað, eða víkkaði í góðærinu. En þeir fátækustu verða samt sem áður ríkari.

Það er alltaf gott að setja upp dæmi af litlu samfélagi. Ef allir þegnar 10 manna samfélags hafa 500.000 krónur í mánaðarlaun hafa allir það jafngott og jöfnuðurinn er fullkominn. Ef einn þeirra síðan vinnur 5.000.000 í lottói en allir hinir eru ennþá með sínar 500.000 krónur er allt í einu kominn upp öskrandi misskipting. Samt hafa allir það jafngott og áður, bara einn hefur það mikið betra.

Þetta er enn eitt dæmið um það að pólitíkusinn helgleypir fræðimanninn. Önnur nýleg dæmi eru Sigmundur Davíð formaður framsóknarflokksins og Þór Saari hagfræðingur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar sem líkti Íslandi við Afríkuríki án þess að fara neitt nánar út í það.

Popúlismakreppuklám eins og það gerist grófast.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er hann að fara?? Lestu þetta betur ef þú skilur þetta e h illa maður! Það er nú hálf findið að lesa svona rugl eins og þú setur framm." fátækir orðið ríkari" Hvað er þetta? Ertu að reyna að segja að maður sem var með 110 á mánuði og er kominí 150 sé orðin ríkur? Froðuhaus sem þú ert maður!

óli (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Aliber

uuu Óli:

"maður sem var með 110 á mánuði og er kominí 150 sé orðin ríkur?"

Launin hafa hækkað, ríkari en hann var ekki satt? Eða kannski minna fátækur en hann var fyrir í þessu tilfelli.

Og já ég er náttúrulega froðuhaus, vonandi bjórfroðuhaus fljótlega, orðinn agalega bjórþyrstur.

M.b.k. Sá gamli.

Aliber, 5.3.2009 kl. 21:43

3 identicon

Hann er að tala um það að 110 á mánuði dugði kannski fyrir mat og reikningum þá en nú dugar ekki þessi 150 kall í sama klabbið. Verðbólga, lán og svoleiðis sem hefur þessi áhrif...

Örn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:16

4 identicon

Örn: ég geri fastlega ráð fyrir að Aliber sé hér að vísa í hæfni kapitalismans til að auka KAUPMÁTT, þ.e. verðbólguvegin laun. Skulum ekki rugla umræðuna með því að drepa henni á dreif.

Blahh (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:53

5 identicon

Svo "Aliber hefur áhyggjur af rökleysu" (sjá kynningu).Rakalausir útúrsnúningar þínir eru til vitnis um að þú ættir að hafa mestar áhyggjur af sjálfum þér.

Ergosum (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:07

6 identicon

Svoleiðis að Indriði g Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri var bara að bulla þegar hann færði rök fyror því að skattar á lágar og millitekjur hefðu hækkað á sama tíma og skattar á háar tekjur höfðu lækkað. Þetta er nú allt og sumt sem Stefán er að benda á, ekki von að rétttrúaður talibani úr Sjálfstæðisflokknum tataki mark á því.

Já hann er sár sannleikurinn fyrir ykkur hægrimennina, að þurfa kyngja því að flokkurinn sem menn trúa á að sé ekkert nema réttlætið, að sá flokkur skuli haga sér eins og þjófur á nóttu. Stunda markvissa fjármagnsflutninga frá þeim sem eru með lágar tekjur og millitekjur til þeirra sem eru með rassgatið fullt af fé. Það er sárt að viðurkenna að flokkurinn sem maður kaus er bara svikapakk eftir allt saman. En ég veit alveg hvað þú gerir. Þú ferð bara í afneitun með öllum hinum og segir eitthvað gáfulegt eins og ,,það var fólk en ekki stefna sem brást" og svo ferð þú að kjörborðinu við næstu kosningar og kýst Sjálfstæðisflokkinn enn eina ferðina án þess að gagnrína nokkurn skapaðan hlut. Engu nær, en rosalega stoltur. ,,Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn" og allir vinirnir segja ,,vá er það"! Vissir þú að eftir því sem menntun er meiri þeim mun færri kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Maður veltir því stundum fyrir sér hvers vegna það er, er það af því þeir sem eru meira menntaðir eru búnir að bæði fylgjast betur með og kannski lesa sig meira til? Ég veit það ekki, en þetta er svipað og með sköpunarsögu biblíunnar, eftir því sem menn eru menntaðri, þeim mun færri trúa sögunni.

Valsól (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:22

7 identicon

Heyr heyr Aliber.

Stórfurðulegt að maður sem er prófessor í félagsfræði skuli misskilja hugtakið "frjálshyggja" svona hrikalega.

Jonas (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 01:23

8 Smámynd: Aliber

Jæja, ég sé að hér gætir nokkurs miskilnings. Kannski skiljanlegt enda færslan stutt og skrifuð í miklum flýti.

Örn, hann Blahh kemur nákvæmlega inn á það sem ég var að meina, kaupmáttur hefur aukist hjá öllum, líka þeim tekjulægstu. Það er þó alþekkt í hagsögunni að bilið eykst í góðæri og minnkar í kreppu. Ísland sýnir þetta greinilega núna.

Ergosum. Geturðu útskýrt þessa "rakalausu útúrsnúninga" þessar "áhyggjur" sem ég þarf að hafa af sjálfum mér? Soldið svona hálfkveðin vísa hjá þér.

Valsól. Ég var ekki að benda á útreikninga Indriða heldur útreikninga Stefáns sem hann flaggaði grimmt þangað til Samfylkingin komst í ríkisstjórn, og svo aftur núna. Í útreikningum Stefáns (og reyndar Indriða líka) er Gini - stuðullinn svokallaði (dreifing fjármagns meðal almennings, hann er á bilinu 0 - 1) notaður grimmt og flaggað mikið. Í fréttinni er bara verið að tala um Gini stuðulinn nema hann er ekki nefndur á nafn. Það er eftir sem áður verið að tala um dreifingu auðs. Þó svo að tölurnar séu í raun réttar er vísan ekki nema hálfkveðin. Sumir geta hagnast meira en aðrir þó svo að allir hagnist. Þó að Gini - stuðullinn sé að hækka eru eftir sem áður allir betur settir en áður því kaupmáttur þeirra hefur aukist.

Þetta tal þitt síðan um sjálfstæðisflokkinn er með öllu óskiljanlegt. Ég nefndi hann hvergi í færslunni, ég kaus hann ekki einu sinni síðast!

Ég vil bara að tölurnar séu rétt fram settar en ekki hálfkveðnar til að þjóna pólitískum tilgangi. Það er kannski söksér að pólitíkusar setji fram hálfkveðnar vísur í pólitískum tilgangi, en þegar fræðimenn koma fram sem slíkir og beita pólitískum tölfræðibrellum verð ég pirraður.

m.b.k.

Sá gamli

Aliber, 6.3.2009 kl. 01:33

9 identicon

Aliber, mæl þú manna heilastur. Þú ert af þeirri deyjandi tegund bloggara sem ekki lætur draga sig í pólitíska dilka, ólíkt greinilega flestum öðrum hér.

Áfram til góðra verka og gagnrýninnar umræðu!

Kolbeinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband