Vanskapaða óskabarnið

Hví er stjórn Eimskipa ekki búin að fara fram á greiðslustöðvun eða lánveitendur búnir að krefjast gjaldþrotaskipta? Hvaða rök eru fyrir því að láta fyrirtæki skila tapi endalaust og þynna þannig veð lánardrottna.

Eðlilegast væri að smella Eimskipum í gjaldþrot og selja rekstrareiningar þess til aðila sem kunna að reka fyrirtæki á ábyrgan hátt án bullandi taps. Gjaldþrot þýðir ekki að starfsemin hætti, þvert á móti, fyrirtækið hættir að vera lifandi lík á spena ríkisbankanna og kemst á lappir úr hjólastólnum með nýjum eigendum. Störfum mun fækka og rekstrareiningum verður lokað en ef þess þarf þá er best að gera það sem fyrst. Ég er ekki tilbúinn að borga fyrir taprekstur Eimskipa með mínum sköttum. Ríkisbankarnir eru ekki það öflugir að þeir geti pissað út 6ma.kr. á þriggja mánaða fresti í loftbólufyrirtæki með neikvætt eigið fé upp á um 1/3 af eigin fé Kaupþings.

Er verið að bíða eftir að ,,markaðsaðstæður" batni og þá verði skyndilega blússandi hagnaður á næstu mánuðum? Er e.t.v. verið að halda Eimskupum í öndunnarvél á kostnað skattborgara á meðan samkeppnisaðilum (sem virðast ekki eins illa staddir) blæði hægt og rólega út og fari í þrot, svo vanskapaða ,,óskabarnið" tóri áfram?

Öllum samsæriskenningum sleppt þá er staða Eimskipa grátleg, fyrirtæki með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 30ma.kr. og stanslausan taprekstur ætti að vera endurskipulagt undir eins.

kv,

sá bitri

 


mbl.is Áframhaldandi tap hjá Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband