Ísland er ekki svona mikils virði

Einstaklega athyglisvert. Það kom gat á þjóðarskútuna, gjaldeyrisleka varð vart. Allir menn settir í að tappa gatið sem fyrst og það tókst, krónan styrkist um 1,4% í fyrstu viðskiptum dagsins. Síðustu daga hafði borið á að menn sinntu ekki skilaskyldu vegna viðskipta við útlönd.

Hvað í ósköpuum gerist svo þegar þessum blessuðu höftum verður aflétt? Hvað ætlum við að hanga lengi á tönnunum á þessum stalli sem okkur ber ekki að vera á? Krónan er ennþá allt of hátt skrifuð, verðlag á Íslandi er enn of hátt. Við erum ekki svona mikils virði, sættum okkur við það. Hvað gerir okkur og okkar framleiðslu verðmætari en það sem gerist í Póllandi, Taílandi og Brasilíu? Ekkert.

Því fyrr sem þjóðin sættir sig við staðreyndir því betra. Já, heimili og fyrirtæki munu fara á hausinn sem aldrei fyrr, en þetta eru líka heimili og fyrirtæki sem hafa ekki efni á skuldum nánast sama hve mikla niðurfellingu þau fá.

Afléttum höftunum, tökum skellinn, byrjum svo uppbygginguna af krafti. Þessi millitímabilsdans er engum til góðs. Ef höftin verða höfð lengi þá verður Ísland kært fyrir brot á EES samningnum og við rekin úr honum. Þá fyrst versnar ástandið.

Þessar sveiflur í gengi krónunnar eru skýr vísbending um að jafnvægisgengi krónunnar er umtalsvert lægra, jafnvel nálægt 50% lægra en það er í dag. Opnið augun gott fólk, Ísland er verðlaust.

kv,

sá bitri.


mbl.is Krónan styrkist um 1,41%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband