SI sívælandi

Samtök Iðnaðaris eru söm við sig.. Sívælandi yfir stýrivöxtum og hvernig þeir eru að murka líftóruna úr íslenskum atvinnurekstri. Ef ég man rétt þá eru þetta svipaðir vextir og þegar þenslan á Íslandi var hvað mest?

Maður skilur ekki þessa óþolinmæði hjá SI og fleirum. Seðlabankinn er að lækka stýrivexti mjög hratt á hvaða mælikvarða sem er.  Þau eru búin að lækka vexti þrisvar á hvað, tveimur mánuðum? Bættu meira að sega við auka ákvörðunardegi til að geta lækkað hraðar. Fimm prósentustiga lækkun á þremur mánuðum er mjög mikil lækkun, tjah, rúmlega 25% lækkun samkvæmt óstaðfestum útreikningum.

Þessi lækkun í dag (2,5%) er mikil og lækkunin ein er meiri en stýrivextir eru almennt í heiminum í dag. Skýr merki eru um að þau stefni að frekari lækkun vaxta næstu ákvörðunardaga og því skil ég ekki óróleikann í SI. Ef fyrirtæki geta ekki lifað við 3-4% hærra vaxtastig í 2 mánuði þá eru það eflaust ekki fyrirtæki sem eiga rétt á sér hvort eð er.

Annað mál er aumingjaskapur bankanna að geta ekki lánað fyrirtækjum í atvinnustarfsemi. En sá heigulskapur hefur ekkert með vaxtastig í landinu að gera, heldur eitthvað allt annað og óskiljanlegra. Ég legg til að SI hætti þessu vaxtakjökri og einbeiti sér að því að krefjast almennilegra banka sem geti sinnt atvinnulífinu öðruvísi en að segja í sífellu ,,það á eftir að koma í ljós" eða ,,ekki hægt".

kv, 

sá bitri


mbl.is Samtök iðnaðarins: Vaxtaákvörðunin vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Þegar stýrivextir voru 13-15% í "góðærinu" tóku fyrirtækin öll með tölu erlend lán á miklu lægri vöxtum. Þau eru ekki í boði núna.

Hlutfallseg lækkun stýrivaxta er ca. einn sjötti, eða 16%.

Stýrivextir í kringum okkur eru víða á bilinu 0,5-1,5%.

Einar Karl, 7.5.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Bíddu félagi, hjá þessum fyrirtækjum vinnur fólk. Þetta fólk heitir Íslendingar og þér er bara sama þó að þau fari á hausinn. Þetta heitir á góðri íslensku hroki. Vaxtastig í landinu er allt of hátt og það kemur bæði heimilum og fyrirtækjum til góða ef að stýrivextir Seðlabanka Íslands lækki. Ég veit ekki hvaða málstað þú ert með annað en þinn eigin hroka því að ég hefði haldið að eitthvað sem að kæmi bæði fyrirtækjum og heimilum í landinu til góða kæmi öllum til góða.

Og ef þú vilt starfandi banka sem að geta stutt bæði við fyrirtæki og heimili í landinu þá skaltu leita til ríkisstjórnarinnar. Ástæðan fyrir því að bankarnir geta ekki lánað þó að þeir vildu er að þeir hafa enga fjármuni til þess að lána. Bankarnir voru einungis stofnaðir utanum um innlánin sem að við áttum í gömlu bönkunum og til þess að geta greytt þá þá fengu þeir innlend útlán gömlu bankanna. Þessir nýju bankar hafa hins vegar ekki verið fjármagnaðir ennþá og þar sem að þeir eru í ríkiseigu er eðlilegast að ríkið fjármagni þá svo að þeir verði starfhæfir. En það hefur ekki gerst ennþá, hvers vegna í ósköpunum veit ég ekki.

Jóhann Pétur Pétursson, 7.5.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Aliber

Einar, ég var að tala um samanlagða lækkun síðustu mánaða. Mun meira en 16%, nær 30.. Og meiri lækkun á leiðinni.

Jóhann, félagi, ég er að segja að þessi lækkun er heilmikil og til stendur að lækka vexti meira. Ef fyrirtæki geta ekki starfað vegna óhagkvæmni er betra fyrir samfélagið að þau hreinlega hætti í stað þess að starfa áfram og tapa peningum á kostnað lánveitenda (þ.e. okkar kostnað). 

Þetta er kannski of kalt mat fyrir suma en málið er að ég hef engan áhuga á að borga fyrir taprekstur fyrirtækja sem eiga engan rétt á sér. T.d. tapar Eimskipafélagið 6ma.kr. á hverjum þremur mánuðum á okkar kostnað, það væri mun betur sett endurskipulagt og selt í bútum til nýrra eigenda. Þetta heitir á góðri íslensku að horfa á staðreyndir, ekki hroki.

Þetta háa vaxtastig bitnar sáralítið á einstaklingum, þ.e. flest fólk er með verðtryggðar skuldir með föstum vöxtum, svo lækkanir hafa engin áhrif á greiðslur. Fyrirtæki hinsvegar fjármagna sig oft til skemri tíma með óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum. Þessir vextir breytast ekki með vaxtaákvörðunum. Nú er búið að lækka vexti um 5,5 prósentustig frá áramótum en fyrirtæki eru í vandræðum að fá endurfjármögnun til að nýta lækkunina. Það er ekki vöxtunum að kenna heldur bönkunum sem kunna ekki lengur að lána.

,,Málstaður" minn (maður þarf greinilega að hafa málstað) er hreinlega sá að fá fólk til að hætta að ráðast á seðlabankann fyrir að vinna góða vinnu og byrja að atast í stjórnvöldum að útvega okkur starfhæfa banka. Það er mikilvægasta forgangsatriðið í uppbyggingu landsins. 

kv,

Aliber, 7.5.2009 kl. 15:33

4 identicon

Aliber, það hvarflar ekki að þér að Samtök iðnaðarins séu kannski með betri púls á stöðu fyrirtækjanna en þú og það sem þú af slíkum hroka kallar væl séu í raun og veru áhyggjur sem full ástæða er til að hafa. Orð þín um að ef fyrirtæki geti ekki lifað við þetta háa vaxtastig í nokkra mánuði í viðbót þá eigi þau ekki rétt á sér sanna að þú hefur ekki hundsvit á fyrirtækjarekstri.

Bjarki (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:47

5 Smámynd: Aliber

Bjarki: Ert þú tilbúinn að treysta í blindni skoðunum hagsmunasamtaka fyrirtækja fyrir stöðu þeirra? Auðvitað mála þeir skrattann á vegginn, það er það sem hagsmunasamtök gera til að koma málefnum sínum á framfæri.

Ég skal vera almennilegur og útskýra fyrir þér afhverju ég, hrokagikkurinn sjálfur, tel að fyrirtæki sem ráða ekki við varfærnislega lækkun stýrivaxta eigi ekki rétt á sér. 

Í fyrirtækjarekstri (sem ég hef reyndar ekki hundsvit á greinilega) þurfa eigendur og stjórnendur að hafa borð fyrir báru þegar herðir að. Það er til þess að ef slæmar aðstæður eru á markaði megi reka fyrirtækið með tapi um stutt skeið, á meðan vandræðin ganga yfir, án þess að fara hausinn. Mörg fyrirtæki á Íslandi, því miður, blinduðust í góðærinu og gerðu ekki ráðstafanir (t.d. með góðu eiginfjárhlutfalli) til að geta staðið af sér hallæri. Þau fyrirtæki sem ráða því ekki við háa (en lækkandi) vexti í 6-9 mánuði (frá okt. í fyrra) eiga því ekki rétt á sér vegna óhagkvæmni og lélegrar stjórnunar. 

En hvað veit ég...

Aliber, 9.5.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband