Hagar og Samskip

Mér þykir sérstaklega skrítið hvað er stanslaust talað um að fyrirtækjum hafi verið ,,úthlutað" til fyrri eigenda. Það er eins og Arion hafi ákveðið að færa þeim fyrirtækin í jólagjöf. Það viðist samt ekki vera alveg málið. Það versta við þetta er að stjórnarþingmenn sem eiga að hafa puttan á púslinum á viðskiptalífi landsins virðast sumir ekki hafa hugmynd um hvað hefur verið gert í málefnum sumra fyrirtækja.

Hagar voru teknir af fyrri eigendum þvert á áætlanir þeirra að greiða upp allar skuldir tengdar eingnarhaldi sínu. Gott og vel, bankinn hefur séð sér betri hag (hjehje) í því að selja Haga á opnum markaði. Þetta er einnig það sem almenningur kallaði eftir. En svo varð allt vitlaust þegar stjórnendum Haga var boðið að kaupa 15% í fyrirtækinu við skráningu. Mér sýnist ekki vera að færa neinum fyrirtækið heldur fá stjórnendur tækifæri til að kaupa minnihlut í fyrirtæki sem þeir starfa hjá sem gæfi þeim hvata til að standa sig vel í starfi og hafa hag fyrirtækisins í fyrirrúmi í ákvarðanatöku. En það er auðvitað hægt að skilja gremju manna sem hafa ekki forkaupsrétt. Fyrir þá eru alltaf hin 85% fyrirtækisins til sölu og jafnvel meira ef stjórnendur nýta ekki rétt sinn.

Á sama hátt hefur Arionbanki verið sakaður um að ,,færa" eigendum Samskipa fyrirtækið á fati. En eftir því sem ég best kemst að þá skiptu Samskip aldrei um eigendur. Fyrirtækið var endurskipulagt og eigendur (þeir sömu og hafa verið síðustu árin) juku hlutafé fyrirtækisins um 700 milljónir til að greiða niður skuldir og bæta tryggingar lánveitenda. Það að Samskip hafi verið úthlutað til fyrri eigenda er eins og að segja að ég hafi fengið íbúðina mína á 500.000kr því ég greiddi niður íbúðarlánið um sem því nemur.

Gremja fólks er skiljanleg en persónulega þykir mér óþarfi að þingmenn dæli rangfærsluolíu á eldinn til þess eins að safna vinsældarstigum.

mbk, 

ÓS


mbl.is Vill heimila eignaupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla.

Þú hefur ekki sokkið í sama fen og svo margir og griðið eitthvað uppúr "gulu pressunni".

Það er í raun ótrúlegt að bankastjórar láti annars hafa eftir sér niðrandi ummæli um viðskiptavini sína beint í fjölmiðla.

Sömu bankar og eru uppfullir af skítamálum, nógu stórum til að rústa hagkerfum heilla þjóða.

Þess fyrir utan held ég að yfirlýsingar sem sumir Samfylkingarmenn hafa verið að hefja á undanförnum dögum séu þeim til skammar þar sem að talað er um að menn sem liggja undir grun um eitthvað misjafn megi ekki gera né eiga neitt. Síðast þegar ég vissi var "saklaus uns sekt er sönnuð" það sem íslenskt lagaumhverfi fer eftir.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:06

2 identicon

Hvernig sem talað er um óvarlega, þá telst nokkuð líklegt í mörgum dæmum að um sakfellingar muni koma á þessu ári.  Þá eru viðskiptahættirnir hrein stuldur frá sómasömum hluthöfum og íslensku þjóðinni.  Þá væri gott að vera með nútímaleg lög sem taka tillit til slíkrar tegundar af stuldri, sem er nú á dögum margfallt tæknilegra en þeð sem gömlu lagahönnuðurnir gátu ímyndað sér.

Hróbjartur (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

HVAÐ UM AFSKRIFTIRNAR?

Sigurður Haraldsson, 18.2.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Aliber

Sigurður, Arion afskrifar ekkert vegna Haga nema fáist minna fyrir fyrirtækið á opnum markaði en sem nemur skuldum fyrri eigenda. Ef svo verður þá er það á ábyrgð stjórnenda Arion að innheimta mismuninn af fyrri eigendum. Arion telur að þú leið sem valin var með Haga skili mestu upp í skuldir sínar og fyrst fyrri eigendur lofuðu að borga 100% þá hlýtur sú leið sem nú er farin að skila svipuðu.

Í tilfelli Samskipa og eigenda þess hefur ekkert verið afskrifað og lítur út fyrir að allar skuldir og vextir verði greiddir að fullu. Þannig að ég spyr til baka, hvaða afskriftir?

Aliber, 18.2.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband