Egill Helga og ritskoðun hans á blogginu.

Egill Helga er farinn að efast um umræðukerfið á blogginu sínu, ekki er ég hissa á því.

En það sem ég hins vegar staldra við eru lýsingar hans á þeirri ritskoðun sem hann segist stunda. Orðrétt segir hann: "Vinsa út ritsóða, nettröll, þá sem eru augljóslega haldnir þráhyggjum, þá sem reyna að rugla umræðuna að rugla umræðuna, þá sem skrifa undir mörgum netföngum."

Nú hef ég ekki oft blandað mér í umræðuna þarna, þau eru sjálfsagt teljandi á fingrum annarrar handar skiptin sem ég hef gert það og þá alltaf sem Þórður Ingi, sem er mitt nafn. 

En þann 12. desember síðastliðinn ákvað ég að taka þátt í umræðu við færslu sem snérist um gjörðir seðlabanka dagana fyrir hrun. Þar sagðist ég þreyttur á eftiráspekingum sem koma nú fram og segja hvernig hlutirnir hefðu átt að vera unnir en þögðu eigi að síður þunnu hljóði á meðan mesti hasarinn gekk yfir. Ég var þó kurteis og gætti hófs í orðavali.

Ekki misskilja mig, það er alltaf gott að fá greiningu á því sem hérna gerðist, en fjöldi eftiráspekinga sem láta eins og þeir hafi alla tíð vitað betur en þeir sem réðu hér fyrir rúmu ári er orðinn fullmikill fyrir minn smekk.

Nema hvað að örskömmu síðar sá ég að athugasemd mín var horfin, prófaði ég þá að spyrja Egil að þessu og taka skjámynd. Hér sést athugasemd mín í réttu samhengi:

Egill helga1

Þið getið smellt á myndina til að fá skýrari mynd.

Ég læt ykkur eftir um að dæma hvort ég hafi gengið yfir strikið með þessari athugasemd, en klárlega fannst Agli það því skömmu síðar var staðan svona:

Egill helga2

 

Það virðist því vera að þessi óskaplegi samhljómur sem birtist í athugasemdakerfi Egils Helga sé engin tilviljun og ritskoðun hans snúist fyrst og fremst um afstöðunni sem felst í athugasemdinni, ekki orðalagi eða kurteisi.

Það verður svo hver að gera upp við sig hvað honum finnst um að maður með svo sterkar skoðanir skuli vera þungavigtarmaður í stjórnmálaumræðu í ríkissjónvarpinu. Mér gæti ekki verið meira sama ef hann starfaði á einkarekinni stöð.

En Egill Helga starfar á ríkisfjölmiðli. Ríkissjónvarpið gefur sig út fyrir að þjóna hagsmunum eigenda sinna, s.s. okkar allra en ég skynja eftir sem áður vissa bjögun þegar kemur að stjórnmálaumræðu.

M.b.k.

Sá gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband