Of stolt til að laða að okkur ferðamenn?

Vissulega má deila á þessa auglýsingu. En er hún sú lágkúra sem sumir vildu vera láta? Mér sýnist við fyrstu athugun að viðbrögðin við þessari auglýsingu séu harkalegri en "dirty weekend in Iceland", eru það rökrétt viðbrögð?

Hvað segir það okkur?

Af hverju má ekki auglýsa Ísland sem ódýrt verslunarland? Er ástandið hér á landi leyndarmál?

Erum við með þessu að forðast raunveruleikann? Nei held ekki en kannski er þjóðarstoltið farið að þvælast fyrir. Þetta er saklaust, satt og ef til vill nettur húmor í þessari auglýsingu.

Aukin verslun erlendra ferðamanna hér á landi eru frábærar fréttir, fyrir okkur öll. Það er ekkert rökrétt við það að taka þessa auglýsingu svona nærri sér.

Sá gamli.


mbl.is Auglýsingaspjöld tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband