Undarleg útskýring Ögmundar
30.9.2009 | 15:48
Sá gamli verður að viðurkenna að hann skilur ekki alveg hvað maðurinn er að fara með þessum útskýringum sínum. Þó svo að hann hætti sem ráðherra heilbrigðismála þá er hann eftir sem áður ennþá stjórnarþingmaður. Hann hefur sama atkvæðisvægi og áður þegar kosið verður um Icesave inn á alþingi en það sem helst breytist er að hann þarf ekki að taka á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.
Og það finnst þeim gamla líklegra að sé málið, að maðurinn hafi ekki þor í að leggja í það verk sem Guðlaugur ætlaði að byrja á áður en sú ríkisstjórn sprakk, og Ögmundur mótmælti svo svakalega.
Annað sem kemur til greina er afstaða hans til ESB en það er greinilegt að ríkisstjórnin er klofin í þeim málum. Og slikt er ekki sannfærandi í samninga viðræðum. Eitt að vera með klofið þing, annað að vera með klofna ríkisstjórn. Og það er engu líkara en að það eigi að hreinsa til í ráðherra liðinu og koma þeim í burtu sem harðast hafa staðið gegn ESB, þ.e. Ögmundi og Jóni Bjarnasyni.
En þetta eru auðvitað bara vangaveltur.
Svo virðist nú allt stefna í það að þessi ríkisstjórn springi.
Ein spurning að lokum. Hvar er búsáhaldabyltingin? Myndu þau kalla þetta hæfa ríkisstjórn??
M.b.k.
Sá gamli
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af tilgangsleysi...
24.9.2009 | 13:52
Sá gamli er orðinn all vígalega pirraður á fréttum af skemmdarverkum.
Það eina sem pirrar hann meira er réttlætingarkórinn sem finnst þetta "skiljanlegt" eins og svo margir segja til þess að réttlæta þetta án þess að taka undir aðgerðirnar án þess að gera greinarmun á því að þó svo að reiðin sé að einhverju leiti skiljanleg þá eru þetta með öllu óskiljanlegar aðgerðir.
Svona fyrir utan það hvað þetta er gjörsamlega tilganslaust og skaðlegt að þá er þetta orðið veeeeeeeheeerulega þreytt.
Að lokum ætla ég að kasta einu fram.
Við fáum núna fleiri fréttir af innbrotum og tilgangslausum skemmdarverkum. Besta vídjóleiga bæjarins var brennd, bílar sem þykja flottir eru skemmdir af handahófi og fleira.
Getur verið að þjóðfélag sem réttlætir skemmdarverk á eigum meintra glæpamanna tengdri útrásinni ali af sér fleiri skemmdarverk? Þó þetta virðist á yfirborðinu vera ótengdir atburðir, er þá mögulegt að réttlætingin skapi andrúmsloftið? Erum við ekki að tapa örlítið áttum?
M.b.k.
Sá gamli.
Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flottur spoiler
26.6.2009 | 13:24
Þetta er flottur spoiler á bílnum, er hann frá framleiðanda bílsins eða er þetta aftermarket mod? Og felgurnar líka - magnaðar. Hjálpa þær manni að fara hratt?
Ég er farinn að versla mér felgur, gluggafilmur og spoiler (og fá mér jafnvel strípur og spraytan í leiðinni).
kv,
ÓS
Ók yfir gagnstæða akrein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er að kúlulánum?
15.6.2009 | 12:03
Ég skil ekki þessa óbeit fólks á kúlulánum og aðilum sem hafa tekið slík lán.
Ég ætla ekki að leggja mat á hvort þessar æfingar Sigurjóns með lífeyrissparnaðinn sinn hafa verið löglegar en hinsvegar er mikivægt að benda á að kúlulán eru dýrari en önnur lán fyrir lántakanda.
Aðili sem tekur kúlulán til 10 ára greiðir hærri vexti í heildina litið en sá sem tekur jafn stórt lán (á sömu vöxtum) með jöfnum afborgunum. Með jöfnum afborgunum þá greiðir lántakandi niður höfuðstólinn jafnt og þétt sem veldur því að vextir eru reiknaðir af lægri fjárhæð.
Bankar græða því meira á því að lána kúlulán en afborganalán. Hinsvegar er meiri útlánaáhætta því mögulegt er að lántakandi ,,gleymi" að leggja til hliðar fyrir stóru greiðslunni í lok tímabilsins. Þess vegna eru kúlulán einungis veitt þeim sem hafa gott lánshæfi og mikla greiðslugetu, eða fyrirtækjum með góða viðskiptaáætlun sem bankinn samþykkir.
Kúlulán eru hentug í fjárfestingum þar sem ekkert greiðsluflæði er á eigninni fyrr en í lok tímabils, t.d. þegar eign er keypt í þeim tilgangi að selja aftur síðar með hagnaði.
Kúluán, líkt og gjaldeyrisviðskipti og afleiðusamningar (o.fl o.fl) eru orð sem hafa fengið á sig neikvæðan stimpil í fjaðrafokssaurkastsumræðunni síðustu misseri. Þetta eru fullkomlega eðlileg viðskiptatól sem geta komið sér vel við mismunandi aðstæður.
kv,
ÓS
p.s. ég hef oft tekið kúlulán, enda siðlaus og spilltur, það kallast yfirdráttur...
Fékk 70 milljóna lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
SI sívælandi
7.5.2009 | 11:11
Samtök Iðnaðaris eru söm við sig.. Sívælandi yfir stýrivöxtum og hvernig þeir eru að murka líftóruna úr íslenskum atvinnurekstri. Ef ég man rétt þá eru þetta svipaðir vextir og þegar þenslan á Íslandi var hvað mest?
Maður skilur ekki þessa óþolinmæði hjá SI og fleirum. Seðlabankinn er að lækka stýrivexti mjög hratt á hvaða mælikvarða sem er. Þau eru búin að lækka vexti þrisvar á hvað, tveimur mánuðum? Bættu meira að sega við auka ákvörðunardegi til að geta lækkað hraðar. Fimm prósentustiga lækkun á þremur mánuðum er mjög mikil lækkun, tjah, rúmlega 25% lækkun samkvæmt óstaðfestum útreikningum.
Þessi lækkun í dag (2,5%) er mikil og lækkunin ein er meiri en stýrivextir eru almennt í heiminum í dag. Skýr merki eru um að þau stefni að frekari lækkun vaxta næstu ákvörðunardaga og því skil ég ekki óróleikann í SI. Ef fyrirtæki geta ekki lifað við 3-4% hærra vaxtastig í 2 mánuði þá eru það eflaust ekki fyrirtæki sem eiga rétt á sér hvort eð er.
Annað mál er aumingjaskapur bankanna að geta ekki lánað fyrirtækjum í atvinnustarfsemi. En sá heigulskapur hefur ekkert með vaxtastig í landinu að gera, heldur eitthvað allt annað og óskiljanlegra. Ég legg til að SI hætti þessu vaxtakjökri og einbeiti sér að því að krefjast almennilegra banka sem geti sinnt atvinnulífinu öðruvísi en að segja í sífellu ,,það á eftir að koma í ljós" eða ,,ekki hægt".
kv,
sá bitri
Samtök iðnaðarins: Vaxtaákvörðunin vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þið móðgið ykkur sjálf
29.4.2009 | 15:52
Ég fletti upp þessari auglýsingu áðan og sé fátt athugavert við hana. Auðvitað er hún krassandi en það var líka tilgangurinn. Þetta minnir á klámbæklinginn sem Smáralindin gaf út fyrir einhver jólin, saklaus auglýsing sem fær allt of mikið umtal vegna móðursýkiskasts bloggara.
Maður spyr sig ef þessir leggir væru loðnir og karlmannlegir hvort nokkuð hefði heyrst? Stærsti þrýstihópur landsins tekur heljarstökk afturábak af reiði við þessa auglýsingu því skottulæknirinn á myndinni gæti séð eitthvað dónó... Hvílík sjálfumgleði, að sjá aðför að sjálfum sér í hverju horni. Þetta er bara auglýsing, ekki vopn í baráttu almennings gegn læknum og konum.
Hver er niðurlægingin í því að hafa lækni og konu á mynd þar sem er varað við að versla við ófaglært fólk? Samlíkingin er fullkomin, hver sem er getur skilið hana. Á Haukur kunningi minn að verða móðgaður þegar hann sér lauka auglýsta á tilboði í Hagkaupum? Eiga blökkumenn að móðgast þegar kakómalt er auglýst? Afhverju eru samtök limlestra á Íslandi ekki búin að heimta afsökunarbeiðni frá framleiðendum Stubbanna, og jafnvel lögbanns á birtingu þáttanna?
Þetta er út í hött, það má ekkert gera nema þá ef það er algerlega staðlað og sterílt.
kv
ÓS
Fæðingarlæknar krefjast afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skíta ídealismi
27.4.2009 | 16:08
Þykjast þeir standa fyrir einhverjar meiningar? Það sér það hver vitiborin skepna að þetta er ekkert annað en aum athyglissýki. Það eru akkúrat engar pólitískar meiningar á bakvið þetta.
Svo situr þetta lið, með vídjósímann sinn, skellir þessu á netið með tölvunni sinni, hlær að skrifum eins og þessum og segir "til helvítis með kapitalismann"
Já, vitið er ekki meira en guð gaf.
Idealismi á Íslandi er í heild sinni brandari.
Siggi pönk, talsmaður gegn kapitalismanum, mætir á mótmæli á Austurvelli og selur boli.
Sú kynslóð sem nú hefur hátt hefur aldrei upplifað mótlæti, hungursneið eða neitt í þá veru heldur hefur notið hins vestræna lífstíls og notað sér tæknina til að drulla yfir kerfið sem færði þeim tæknina.
Mótmælendur öskra "valdníðsla" og "fasistar" á lögregluna en allir sem hafa átt við börn i frekjukasti sjá í gegnum svona væl.
Það er með blendnum huga sem ég kem þessum línum á framfæri því einmitt með þvi að gera það er ég að rúnka athyglissýkinni í þessum smábörnum og auðvitað á að leiða svona vitleysu hjá sér, foreldrarnir ættu að flengja þetta lið á skítabossan en að öðru leiti á ekki að virða þessa vitleysu viðlits.
m.b.k.
Sá gamli.
Skeindi sig með kjörseðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
F -> O?
21.4.2009 | 10:05
Er Borgarahreyfingin að fara að taka sæti Frjálslyndra á þingi? Það svosem kæmi ekki á óvart. Ég lýsi þó enn eftir áherslumálum hreyfingarinnar, enn sem komið er hef ég ekki komist að neinu nema það má ekki kalla þetta flokk, frambjóðendurnir halda því statt og stöðugt fram að þeir séu ekki stjórnmálamenn og svo á víst að leggja þetta dæmi niður við fyrsta hentugleika.
Mesta hreyfingin er á fylgi frá hægri til vinstri en VG menn næstum tvöfalda þingmannafjölda sinn. Skulum þó ekki gleyma að VG var gríðarlega sterkur í könnunum fyrir síðustu kosningar en það fylgi hrundi síðan rétt fyrir kosningar.
Ég mun allavega ekki taka mark á neinu nema því sem kemur upp úr kössunum, það er slík sveifla á fylginu þessa dagana.
Þetta verður spennandi.
M.b.k.
Sá gamli
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvílíkt hneyksli !!!!!!11 - eða hvað?
19.4.2009 | 22:06
Hvað er að gerast með Íslendinga?
Bakkabræður bjóða sanngjart verð fyrir Existu. Bloggheimur springur í loft upp í samsæriskenningum, upphrópunum, svívirðingum, Villhjálmi Bjarnasyni, nafnaköllum, kastljósviðtölum og fleiru rugli í framhaldinu. Klassík.
Höfum þetta á hreinu:
Exista er ekki meira virði en þetta. BakkaBRæður ehf. gerir sanngjart tilboð í fyrirtækið og hálft Ísland ætlar um koll að keyra í kjölfarið. Hvað er að helmingi Íslendinga? Fólk kemur fram í fjölmiðlum og segir að verið sé að ræna ævisparnaðinum sem sumir settu í hlutabréf því þau hafi lækkað í verði. Sumir átta sig ekki á því að hlutabréf geta hækkað og LÆKKAÐ í verði. Ef fólk vill stunda fjárhættuspil með ævisparnaðinn þá þýðir ekki að verða fúll út í dílerinn ef maður tapar vegna lélegrar spilamennsku.
Það að halda því fram að verð Existu ætti að vera hærra ættu að hugsa sig tvisvar um. VÍS blæðir seðlum í hverjum mánuði (því tryggingafélög eru jú ekkert nema ,,glorified" fjárfestingafélög sem tapa á tá og fingri þessa dagana), Síminn stendur ekki sem best með hressilegar skuldir og dvínandi viðskipti. Óhætt held ég sé að segja að ekkert félag í eigu Existu muni skila hagnaði næstu 1-2 árin og virði samsteypunnar er jú núvirðing á væntum hagnaði dótturfélaganna... Einnig væri sniðugt að skoða síðustu viðskipti með félagið áður en það fór af markaði, sláandi nálægt yfirtökutilboðinu ekki satt?
Persónulega tel ég þetta fyrirtæki og dótturfélög þess betur sett í höndum bræðranna en vanhæfra ríkisbanka og útbrunnina stjórnmálamanna sem stjórna þeim. Nema almennur vilji sé að ríkisvæða allt til að auðvelda vinum ,,réttra" stjórnmálamanna að verða ríkum í framhaldinu.
Þótt að Lýður og Ágúst hafi lagt til hliðar pening og hafi efni á að setja fjármagn í andvana fyrirtæki þýðir ekki að þeir séu glæpamenn... Við kúrekar lyklaborðanna sjáum ekki um að dæma glæpamenn, það er í höndum þar til gerðra stofnanna. En í dag þykir ósiðlegt að eiga pening og vera ríkur, helst glæpsamlegt. Og ef fyrirtæki dirfist að skila hagnaði þá er verið að arðræna þjóðina! Þvílíkt siðleysi!!
Ég hefði betur gert eins og bræðurnir og lagt arðgreiðslurnar til hliðar í sparnað í stað þess að kaupa mér hamborgara á Stælnum, gott væri að eiga 1500kr. aukalega í dag. Ekki ætla ég að kenna Ágústi og Lýð um mína vitleysu og það ættu aðrir ekki að gera heldur.
kv, Bitur ÓS
Tilboðsverðið samþykkt af Fjármálaeftirlitinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Brennum IMF lánið í vitleysu...
16.4.2009 | 10:44
Maður veltir fyrir sér hver tilgangurinn með því að verja gengi krónunnar gæti verið. Til þess að ,,verja" gengið þarf Seðlabankinn að nota gjaldeyri til þess að kaupa krónur og þannig búa til falska eftirspurn (líkt og sumir fjárglæframenn gerðu í fyrra með eignir sínar)
Vandamálið með flaska eftirspurn er að hún gengur bara í stuttan tíma, þ.e. þangað til gjaldeyrir Seðlabankans klárast og við sitjum uppi með stút fullan seðlabanka af verðlausum krónum - og hressilega skuld til IMF því láninu var eytt í vitleysu.
Þessi lækkun á krónunni er óumflýjanleg. Það eina mögulega í stöðunni er að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti og vera snögg á lappir aftur, ekki fresta sársaukanum og eyða aleigunni í leiðinni!
Vonum að þessir sérfræðingar sem mbl talaði við hafi rangt fyrir sér og krónan styrkist af ,,eðlilegum" ástæðum (eins eðlilegt og hægt er með gjaldeyrishöft í fullum gangi allavega).
kv,
Bitur ÓS
Seðlabankinn ver gengi krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |