Hvað í ósköpunum er maðurinn að fara??!
5.3.2009 | 21:28
Í fyrsta lagi. Gott að Stefán er búinn að opinbera sig sem samfylkingarmann (sem hann reyndar gerði með því að básúna furðulega skattaútreikninga sína á stöð 2 reglulega þangað til Samfylkingin komst í ríkisstjórn).
Í öðru lagi. Hvað á hann við með orðunum, Hér á landi eru einhverjir róttækustu frjálshyggjumenn sem fyrirfinnast á Vesturlöndum,?? Hvar eru þeir?
Svo sannarlega ekki í ríkisstjórnum síðustu ára. Hér er ríkisrekin áfengissala og í bullandi góðæri fór ríkisstjórnin í stærstu framkvæmd sögunnar hér á landi. Og svo framvegis.
Í þriðja lagi. Byrjar hann enn og aftur á röfli sínu um skiptingu auðs (blautir Gini - stuðuls draumar).
Hann nefnilega segir aldrei nema hluta sögunnar. Jú, bilið milli þeirra ríkustu og fátækustu hefur víkkað, eða víkkaði í góðærinu. En þeir fátækustu verða samt sem áður ríkari.
Það er alltaf gott að setja upp dæmi af litlu samfélagi. Ef allir þegnar 10 manna samfélags hafa 500.000 krónur í mánaðarlaun hafa allir það jafngott og jöfnuðurinn er fullkominn. Ef einn þeirra síðan vinnur 5.000.000 í lottói en allir hinir eru ennþá með sínar 500.000 krónur er allt í einu kominn upp öskrandi misskipting. Samt hafa allir það jafngott og áður, bara einn hefur það mikið betra.
Þetta er enn eitt dæmið um það að pólitíkusinn helgleypir fræðimanninn. Önnur nýleg dæmi eru Sigmundur Davíð formaður framsóknarflokksins og Þór Saari hagfræðingur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar sem líkti Íslandi við Afríkuríki án þess að fara neitt nánar út í það.
Popúlismakreppuklám eins og það gerist grófast.
M.b.k.
Sá gamli
Hrunin frjálshyggjutilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Shit happens
5.3.2009 | 16:11
Þetta er einstaklega athyglisvert frumvarp. Bankaleynd aflétt svona án nokkurra útskýringa. Nú getur hvaða starfsmaður þessara embætta fengið upplýsingar um hvaða aðila sem er á landinu án þess að hafa grun um neitt óeðlilegt.
Merkilegt að ríkisstjórnin skuli vera að aflétta bankaleynd sisvona - afþví bara. Fólk heldur að hrunið á Íslandi hafi verið einhverjum að kenna. Einhver hljóti að hafa haft eitthvað óhreint í pokahorninu og staðið fyrir stórtækri hryðjuverkastarfsemi í skjóli bankaleyndar og þannig náð að setja þjóðina á höfuðið. Rangt. Fólkið í landinu virðist ekki átta sig á því (og stjórnmálamenn líka) að shit happens í litlum sem og stórum hagkerfum.
Við vorum að taka fyrstu skrefin á sviði opins hagkerfis og ekki er hægt að ætlast til þess að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið ráði við hraðann á hlaupabretti heimsins í fyrstu tilraun.
En fólk er algerlega sannfært að einhver hafi brotið af sér og þannig fellt okkur á hlaupabrettinu. Við leitum stanslaust í öllum skápum að einhverjum til að hengja en finnum ekkert nema spegla. Þjóðin öskrar á blóð og áttar sig ekki á að þetta var ekki neinum einum að kenna, þótt einhverjir embættismenn hafi eflaust átt meiri sök en aðrir.
Ríkisstjórnin er leidd áfram af óskhyggju þjóðarinnar um að finna ,,sökudólginn" sem ber ,,ábyrgðina". Sérstakur saksóknari á að fara ofan í kjölinn á þjóðarskútunni og finna rotturnar. Hann á að geta sagt: "Þessi! já það var þessi hér! Hann setti Ísland á hausinn með skortstöðu upp á fimmþúsundkrónur og tuttugu aura gegn þorskverði!!!" Svo á að hafa opinbera aftöku fyrir framan stjórnarráðið og allir lifa hamingjusamir til æfiloka.
Sama hversu miklar heimildir þetta embætti fær þá verður ekkert meira kært en ella. Auðvitað er eðlilegt að einhverjir hafi sveigt og brotið lögin, þannig er það alltaf. Hinsvegar er ekki hægt að finna einn sökudólg (já eða tvo eða þrjá) því þeir eru miklu fleiri, eða um 300þúsund.
Kv,
Sá bitri
Bankaleynd verður afnumin með öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kreppuklám
3.3.2009 | 10:49
Þegar maður les þessa grein er rétt að hafa í huga að hún er úr vanity fair, slúðurtímariti.
En ég renndi í snarheitum í gegnum þessa grein og fann fátt annað en dramatískt myndmál. Fáar tölur eru þarna nema þessi makalausa fullyrðing um skuldir þjóðarinnar (850% af VLF?!)
Þeirri tölu virðist reyndar skellt fram til að gera lítið úr skuldum Bandaríkjanna, sem þarna eru sagðar vera 350% af VLF.
Síðan er skellt fram 100 milljarða dollara fullyrðingu um bankatap og ábyrgð þjóðarinnar, sem er full random tala.
En þetta myndmál um að við séum hér að hamstra mat og skemma bílana til að fá tryggingu greidda út á þá er full dramatískt. Eins og það sé bara almennt ástand hér? Ég verð allavega hvergi var við það.
Og það þarf enginn að vera hissa á að það sé fátt á hótelum hér á landi ef þessi fréttamaður var hér í febrúar. Það er dauðasti tíminn í ferðaþjónustunni.
Þessi grein er að mínu mati að sverta ástandið um efni fram.
Það hlýtur að teljast kreppuklám.
M.b.k.
Sá gamli
Wall Street á túndrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað næst?
27.2.2009 | 11:22
Segjum að þessar fárlanlegu kröfur um órökstudda frystingu eigna auðmanna gangi í gegn. Hvað á að ráðast á þá?
Er þá ekki kominn tími á að höggva millistéttina eins og Frakkar gerðu fyrir ,,nokkrum" árum? Þau liggja vel við höggi og augljóst er að þau beri mjög mikla ábyrgð á hruninu.
Því næst er tilvalið að snúa sér að sjávarútvegnum ekki satt? Þeir eru búnir að ofveiða fiskinn í sjónum. Arðræna okkur einu almennilegu náttúruauðlindinni sem við höfum, með öflugasta þrýstihóp landsins, LÍÚ. Er ekki kominn tími á að ríkið þjóðnýti allar útgerðir og felli niður skuldahala þeirra á kostnað skattborgara? Ég held það nú. Við eigum rétt á þessum verðmætum ekki þessir bansettu sjómenn!
Gott fólk, hvenar er komið nóg? Hvað viljum við ganga langt í þessum kröfum okkar um ,,aðgerðir" gagnvart hinum og þessum. Ætlum við kannski að taka upp merkingu bankastarfsmanna og auðmanna, svona til þess að við getum hrækt á þau á förnum vegi?
Það er verið að vinna í öllum þessum málum. Þetta kemur allt saman. Hvernig væri að koma saman og dansa eða spila bridge á laugardögum í stað þess að láta innri reiði sína bitna á ferðamönnunum sem dvelja á hótelunum við Austurvöll?
kv,
sá bitri
Mótmælt í 27. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokksbróðir Steingríms.
26.2.2009 | 14:33
Jæja já, allra heilagastur sauðfjármálaráðherran hefur skipað gamlan félaga og flokksbróðir til að leiða Icesave nefndina.
Er þetta endurnýjunin og fagmennskan sem minnihlutastjórnin boðaði?
En það verður þó að teljast fagnaðarefni að það er farið að þræta um eitthvað annað en Davíð. Ég hélt á tímabili að hann næði að sprengja aðra ríkisstjórn á skömmum tíma. Það hefði verið árangur, sama hvað manni finnst um hann.
m.b.k.
sá gamli
Afdrifaríkasta nefnd ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framkvæmd frystingar
26.2.2009 | 09:13
Sérstakur saksóknari hefur heimild til að frysta eignir sakborninga á meðan rannsókn sakamála fer fram. Afhverju er þá ekki búið að frysta eignir neins? Það er einfaldlega vegna þess að engin lög virðast hafa verið brotin sem veita heimild til frystingar eigna.
Fólk er ótrúlega þröngsýnt í umræðunni um frystinguna, segja að það ætti bara samt að frysta eignir. Er almenningur upp til hópa svo reiður og þröngsýnn að hann er tilbúinn að refsa hverjum sem er fyrir vandræðin sem þjóðin er komin í, svo lengi sem hann hafi átt pening eða komist í fréttir vegna hrunsins? Við þurfum að velta nokkrum spurningum fyrir okkur áður en við hlaupum af okkur allar fjaðrirnar í þessu fjaðrafoki.
Hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla sem frysta skal, þ.e. hvernig á að velja í hópinn? Við gætum handtekið alla þá sem áttu meira en 4-6% hlut í bönkunum fyrir hrunið og alla stjórnarmenn og bankastjóra. Á þá líka að handtaka fyrrverandi bankastjóra og fyrrverandi eigendur sem seldu fyrir hrun, hve langt aftur skal fara? Hvað með stóra fjárfesta sem áttu ekkert í bönkunum en tóku stöðu í krónunni eða þá sem seldu allt sitt fyrir hrun og fluttu til útlanda, þeir hafa veikt krónuna verulega, eru þeir ekki sekir líka? Hve langt aftur skal horfa í því? Þetta eru allt erfiðar spurningar sem ég hreinlega get ekki svarað.
Hvaða eignir þeirra skulu frystar? Hús, bíla, bankainnistæður, föt, skartgripi? Hér er hægt að telja endalaust. Er ætlunin að frysta eignir innanlands eða einnig erendis? Ef fara á út fyrir landssteinana þá þarf að athuga hvernig hægt er að finna alla bíla og alla sktartgripi í skúffum í Evrópu og annarsstaðar í eigu Íslendinga. Á að frysta eignir maka og barna þeirra líka? Systkina líka? Hvað á að gera við fólkið sjálft? Setja það í fangelsi án ákæru og án stöðu sakbornings, þá þarf að fangelsa alla þá sem eiga frystar eignir þar með talið ættingjarnir sem lentu í frystingu. Maður veltir fyrir sér hvað margir yrðu þá handteknir. Ísland gæti verið með nýja leiðandi atvinnugrein, fangagæslu. Tilvalið væri að breyta ókláraða tónlistarhúsinu í fangelsi fyrir auðmenn og ættingja þeirra og vini, Guantanamo Bay norðursins, tákn Reykjavíkur.
Afþvíbara er ekki svar, þrátt fyrir mikla reiði og blóðþorsta þá er ekki nægjanleg rök að segja afþvíbara. Það þarf að fara að lögum, ef auðmönnum tekst að koma peningum undan er alltaf hægt að taka frelsi þeirra - sem verður gert reynist þeir sekir um stórfeld brot. Fyrir þeim flestum tel ég að frelsið sé dýrætara en 1-2 milljarðar á neikvæðum vöxtum í Sviss. Höldum ró okkar í öllu fjaðrafokinu og öndum bara djúpt, það er aldrei gott að verpa eggi af reiði.
kv,
sá bitri
Eignir auðmanna verði kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Traust vs. að drulla þessu í gegn
25.2.2009 | 13:54
Það hlýtur að vera eðlilegt að kynna sér þessa skýrslu. Ég skil ekki þessa hysteríu yfir því að fá að bíða eftir henni. Af hverju liggur svona mikið á að breyta lögum um seðlabanka? Ath. sagði ekki losna við Davíð heldur breyta lögum.
Það verður að vanda sig við það.
m.b.k.
sá gamli
Fá ráðrúm til að kynna sér skýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sigmar og allt Kastljósliðið á námskeið til Hard Talk
24.2.2009 | 21:21
Óundirbúinn Sigmar mætti í viðtalið. Sagði Þórhallur ekki í dag að hópur manna hefði verið að undirbúa þetta viðtal? Síðan stamar hann um einhverja bindiskyldubreytingar og Davíð þarf að segja honum hvað hann á við!
Berið þetta viðtal saman við viðtal Hard Talk við Geir H. Haarde. Þar tókst spyrli að fá viðurkenningu Geirs H. á eigin mistökum
"Maybe I should have"
Hversu mörgum íslenskum fréttamönnum hefur tekist það?
Það er ekki nóg að koma með orðróm og upphrópanir af bloggsíðum.
Davíð mætti með gögn og skjöl, hann undirbjó sig eins og Sigmar hefði átt að gera.
Hrokinn í Davíð var þó fullmikill, þarna fór greinilega langþreyttur og pirraður maður. Er ég svosem ekkert hissa.
M.b.k.
Sá gamli
Helgi Magnús: Davíð sendi bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Millistéttin
24.2.2009 | 21:03
Nú þegar okkur netbúum hefur tekist að afhjúpa þá ríkustu í landinu ber okkur borgaraleg skylda til að viðhalda uppteknum hætti og ekki láta þá sem reynast meðsekir sleppa úr greipum okkar. Búsáhaldabyltingin heldur áfram. Ekki skal staðar numið á meðan hreyfiorkan heldur okkur gangandi.
Millistéttin á Íslandi ber mikla ábyrgð á hruni efnahags landsins. Svo mikla í raun að næst ber að nefna landráð!
Hvað með allt fólkið sem býr í tug- og hundruðamilljónakróna einbýlishúsum sínum víðsvegar um landið, þó helst á suðvestur horninu og þá sérstaklega á Arnanesinu og Ægissíðunni? Þetta fólk hefur í krafti auðs síns tekið heljarinnar gjaldeyrislán til bifreiðakaupa, í mörgum tilfellum fleiri tugi milljóna á hvern bíl. Þessi lán valda gífurlegri veikingu krónunnar, þegar fleiri hundruð þúsunda króna eru flutt úr landi í hverjum mánuði til greiðslu hvers láns. Þetta er drifkraftur mikillar veikingar krónunnar og heldur verði hennar niðri.
Tíðar utanlandsferðir þessa fólks og kreditkortavelta þeirra erlendis ollu því að íslensku kortafyrirtækin neyddust til að flytja miklar fjárhæðir í gjaldeyri út úr landinu í hverjum mánuði - og eins og allir Íslendingar vita þá veldur útstreymi gjaldeyris falli krónunnar.
Nú er mál að linni! Við verðum að grípa til okkar ráða!
Ríkisstjórnin þarf að taka völdin og gefa gott fordæmi. Frystum eigur allra sem búa í einbýlishúsum eða hafa 50 milljónir í eignir umfram skuldir. Gerum mublur þeirra upptækar og seljum til útlanda til að fá galdeyri inn í landið. Allar bifreiðir sem hafa erlend áhvílandi lán skulu gerðar upptækar hið snarasta og seldar úr landi til að stöðva þessa endaleysu!
Þessir glæpamenn hafa í krafti auðs síns staðið að samsæri og stöðutöku gegn íslenskri alþýðu og Íslandi sjálfu á kostnað okkar sem minna meigum okkar. Þetta eru allt glæpamenn sem hafa ekki rétt á að búa á Íslandi. Best væri að gera þetta fólk útlægt og svifta það ríkisborgararétti umsvifalaust.
lifi byltingin!
sá bitri
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig væri að hætta þessu þrasi...
20.2.2009 | 13:14
... og hundskast til að vinna vinnuna sína.
Ég spyr enn og aftur. Ætlaði þessi ríkisstjórn ekki að skapa traust á seðlabankanum? Hvernig á það að takast ef það á bara að keyra málið í gegn með offorsi og hamagangi?
Það má ekki kasta til höndunum um jafn mikilvægt mál og þetta. Það verður að gera það með þeim hætti að alþjóðasamfélagið trúi þessum aðgerðum. Að þetta sé gert með það í huga að bæta starfsemi bankans en ekki meirihlutinn að valta yfir minnihlutan.
Að auki hugnast mér illa þessi peningastefnunefnd. Hún á að vera of pólitísk. Minnir um of á bankaráð seðlabankans, sem hefði átt að leggja niður fyrir löngu. Þetta býður upp á að pólitíkusar komi sínum mönnum að, rétt eins og samsetning bankaráðs er.
Minni á fyrri færslu mína um þetta sama mál.
M.b.k.
Sá gamli.
Seðlabanki Jóhönnu Sigurðardóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |