Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Vá þroskað
15.2.2009 | 03:30
Sá gamli kemur heim, nett í glasi eftir gott kvöld með vinum yfir ölkollu og spjalli um veðurhorfur og heyskap.
Og jájá, bíður frétt af skemmdarverkum. Fólk sem vill kveikja í, brjóta og skemma og fela sig á bakvið málstað, segjast vera að mótmæla einhverju sem það skilur í raun og veru ekki. Af hverju skilur það þetta ekki? Af því að enginn gerir það, talað um skuldsetningu? Það er ekki búið að semja um allt þannig að ENGIN(N) veit hver niðurstaðan verður.
Öll þessi mótmæli eru farin að líta út eins og partý, bara ógeðslega gaman að fara niður í bæ og hafa læti.
Málstaður???
Tja....
Við munum eftir Herði Torfa þegar hann stóð fyrir utan seðlabankann og sagði "Út með Davíð og... æí hvað heitir hann þarna...?"
Hörður Torfa er reyndar maður sem þekkir einelti manna best á Íslandi (off the topic)
Hann byrjaði á því að berja yngri stráka á Hverfisgötunni, kom síðan út úr skápnum og var mobbaður fyrir það (og flúði land) og er núna farinn að leggja Davíð Oddsson í einelti.
Hann er allavega fagmaður, svo mikið er víst
Góðar stundir
Sá gamli (ekki alveg edrú)
Enn reynt að kveikja eld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábær mynd
14.2.2009 | 22:46
Ekkert raus núna. Langar bara að hrósa myndinni með þessari frétt, hún er alveg dásamleg. Grípur augnablikið fullkomlega.
Hamingjuóskir til sigurvegaranna einnig.
kv,
sá bitri
Lagið Is it true til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilgreining á ofurlaunum?
13.2.2009 | 23:00
Innan við fimm prósent starfsmanna bankanna voru á ofurlaunum. Athyglisvert. Nú líður mér umtalsvert betur. Um það bil fimm prósent betur. Verst er að ekkert er gefið upp um þessi 'ofurlaun'. Hver eru þau? Hvenær hætta laun að vera laun og verða ofurlaun? Hvar á að draga línuna? Eflaust er hægt að draga línuna einhverstaðar ekki satt?
Ein hugmynd væri að skilgreina ofurlaun þegar starfsmaður kostar fyrirtækið meira en hann skilar í tekjum, þannig væri breytilegur kostnaður þess starfsmanns neikvæður og því ódýrara að reka hann en að láta hann starfa áfram. En taka þarf mið af föstum kostnaði eins og húsnæði, rafmagni, húsgögnum (kannski ekki allt mjög fastur kostnaður en fastari en laun a.m.k.). Svo þá mætti skilgreina ofurlaun sem starfsmann sem þénar fyrirtækinu minna en hann kostar í rekstri að viðbættum meðal föstum kostnaði. Hljómar skynsamlega ekki satt? Hvað með lata nýja gaurinn sem er á grunnlaunum og hangir á facebook og leikjanetinu allan daginn? Hann er ekki á ofurlaunum svo þessi skilgreining er ónýt.
Önnur leið væri að taka meðaltal af launum fyrirtækis, atvinnugeira, þjóðar eða heimsins. Þeir sem eru með meira en tvö- eða þrefalt meðaltal eru á ofurlaunum? Gott viðmið? Yfirmaður ísbúðar er með talsvert hærri laun en börnin sem taka 1-2 vaktir á viku - hann er varla á ofurlaunum þrátt fyrir það. Meðaltöl eru hættuleg. Forstjórar eru iðulega með 3-4-föld laun þeirra sem lægst settir eru í fyrirtækjum og oftast hátt yfir meðaltalinu. Ef við teljum allan heiminn með þá eru allir öryrkjar og átvinnulausir Íslendingar á ofurlaunum (og við öll). Léleg skilgreining.
En ef við tökum alla launþega, hvaða þýði svo sem við veljum, fyrirtæki, landið eða heiminn. Röðum þeim svo eftir tekjum og viti menn. Við veljum 5% efstu og skilgreinum þá á ofurlaunum! Sigur! Okkur hefur tekist að finna út að heil fimm prósent af hópnum sem við skoðuðum eru á ofurlaunum, sláandi tölur ekki satt?
Áhugavert væri að vita hvaða aðferð Capacent notaði.
kv,
sá bitri
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vandaðir embættismenn mobbaðir út
11.2.2009 | 13:04
Það hlýtur að vera ömurlegt að verða seðlabankastjóri, vinna starfið svo vel að yfirmaður þinn hefur akkúrat ekkert út á störf þín eða persónu að athuga, og verða svo fórnarlamb stjórnmálaferils Davíðs Oddssonar.
Þannig fór fyrir Ingimundi og Eiríki og er það aumt.
m.b.k.
Sá gamli
Eiríkur hættir í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sérkennilegur fréttaflutningur
11.2.2009 | 12:16
Þessi fréttaflutningur af mótmælunum hefur oft á tíðum verið sérstakur hjá mbl.is.
Á vísi er talað við bæði Stefán Jónsson og Geir Jón, ef til vill gerir mbl það síðar en það er sérstakt að stilla þessu svona upp eins og hún Þóra gerir. Maður fær það á tilfinninguna að að allir hafi verið stöðvaðir og það megi ekki berja í potta og pönnur
en..
Þessi samþykkt bannar mögnun hljóðs á almannafæri og það hefur hlotist mikið ónæði af þessu. Þetta truflar fólk þarna í nágrenninu þar sem þarna er hótel og skrifstofur. Þetta beindist því bara gegn þessum eina manni," segir Geir Jón. (tekið af visir.is)
Þetta er næg ástæða fyrir mig og útskýrir málið. Enda man ég eftir því síðan ég tók meiraprófið að við vorum beðin lengst allra orða um að vera ekki að blása í þessa þokulúðra innanbæjar.
Getur síðan einhver útskýrt hvað manninum gekk til sem hrinti lögreglumanninum?! Enn og aftur, er verið að mótmæla lögreglunni?
Að vísu virtist Hörður ekki vera með það á hreinu hverju hann væri að mótmæla núna nýlega, "út með Davíð og..... æ hvað heitir hann aftur þarna?"
m.b.k.
Sá gamli
Sturlu bannað að þeyta lúðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullkomlega eðliegt
2.2.2009 | 10:12
Það er gaman að rifja upp að fyrrverandi skattstjóri hefur bent á þessar skattasmugur í fjölda ára en ráðuneytið ekkert gert. Þetta er eflaust fullkomlega löglegt sem þeir voru að gera, þótt fólki blöskri að hægt sé að eiga viðskipti við útlönd til að lækka kostnað.
Það er ekki hægt að æltast til að fyrirtæki í samkeppnisrekstri velji næst-ódýrasta kostinn. Þannig virkar bisness ekki. Hinsvegar er ámælisvert að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið hafi ekki séð að sér og lokað þessum leiðum ef þær þykja svo óæskilegar og ósiðlegar.
Ég er ekki talsmaður Landsbankans eða neins annars brennimerkts fyrirtækis en þó skil ég fullkomlega að þau hafi valið að nýta sér skattaparadísir, það er einfaldlega ódýrara. Ég þekki ekki eðli þessara fjögurra félaga né hvað þau græddu á að vera skráð annarsstaðar en á Íslandi. Því get ég ekki lagt mat á hvort þessi viðskipti hafi verið lögleg og hvort fangelsa skuli þessa aðila eða hreinlega hrósa þeim fyrir að vera snjallir í viðskiptum. Læt því aðra um slíkt.
kv,
sá bitri
Fjögur félög á Tortola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru þetta þá VG mótmæli eftir allt saman?
30.1.2009 | 15:50
Hvað hefur breyst svona gríðarlega frá síðasta laugardegi? Þá var búið að hreinsa til í FME, þá var búið að koma fram að verið væri að vinna í breytingum á Seðlabankanum og þá var búið að velta upp dagsetningu fyrir kosningar. Þetta stendur allt á sama stað. Það eina sem hefur breyst er að VG er komið í stjórn í stað Sjálfstæðisflokks.
Og það er boðað til sigurhátíðar?
Bara pæling
M.b.k.
Sá gamli
Boða sigurhátíð á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alvarlegur misskilningur
29.1.2009 | 09:29
Það ríkir alvarlegur misskilningur um ICESAVE meðal almennings og sumra stjórnmálamanna, í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, varðandi greiðslu á skuldinni. Hvernig sem fer þá verður að greiða þessa reikninga, einu ,,samningarnir" sem fara fram eru varðandi framkvæmd að greiðslunni og lán erlendra þjóða fyrir greiðslunni.
Það var ljóst frá upphafi að íslenska ríkið þurfti að greiða þessa skuld. Stjórnmálamenn hafa dregið almenning á asnaeyrunum með því að gefa í skyn að við hefðum eitthvað að semja um. Töf þessa máls veldur því að uppbygging hagkerfisins tefst og mikilvægari mál sitja á hakanum. Gott fólk, takið af ykkur sólgleraugun og sjáið málið eins og það er.
Við getum sleppt því að borga IceSave, rétt eins og aðili sem tekinn er fyrir ölvunarakstur getur sleppt því að greiða sektina og skila inn ökuskírteininu. Vandamálið við að greiða ekki er hinsvegar að þá yrðum við útskúfuð úr EES, öll viðskiptasambönd lokast til útlanda og við neyðumst til að taka upp sjálfsþurftarbúskap að mmiklu leiti og hafa inn- og útflutningshöft á flestar vörur. Lífsgæðin detta 40 ár aftur í tímann og klósettpappír verður aftur munaðarvara. Á sama hátt væri fyllibyttan færð í fanglesi vegna ógreiddra sekta.
Það er sárt að horfa upp á þennan blekkingarleik stjórnmálamanna og enn sárar er að sjá hvernig almenningur gleypir við þessu bulli. Auðvitað verður þungt fyrir okkur að greiða þessar skuldir en greiddar skulu þær og eins gott að byrja sem fyrst því illur er best af lokið.
kv,
sá bitri
Opnast Icesave-málið að nýju? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna H. Haarde?
28.1.2009 | 17:54
Ef ég hefði lokað augunum hefði ég haldið að þarna færi raddbreyttur Geir.
Er nú Steingrímur búinn að éta allt ofan í sig? Nær ESB? Hann er (sem betur fer) alveg búinn að skipta um skoðun varðandi IMF. Og það á ekkert að gera næstu dagana, nema hjóla í Seðlabankan en samt er mikill "bíða og sjá" bragur yfir því (hljómar það kunnuglega? Einhver?)
Það var þá breytingin með nýrri ríkisstjórn.
m.b.k.
Sá gamli
Nær Evrópu með Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanþingsstjórn eina leiðin
22.1.2009 | 15:15
Það gengur ekkert annað í þessari stöðu að koma á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn.
Útspil Sigmundar Davíðs formanns Framsóknar hræðir mig. Ef hans tillaga nær fram að ganga munum við sjá sama fíflaskapin og í borginni. Ef Steingrímur J. gengur að því tilboði er klárt mál að honum eru völdin hugleiknari en hagsmunir þjóðarinnar.
Fyrir utan það að eftir að hafa hlustað á Sigmund þá er greinilegt að framsóknarmaðurinn Sigmundur kokgleypti fræðimanninn Sigmund í einum munnbita. Verndarstefna fyrir bændastéttina, virkjanir og álver. Er það "nýja Framsókn"?
M.b.k.
Sá gamli
Mikilla tíðinda að vænta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |