Vá þroskað

Sá gamli kemur heim, nett í glasi eftir gott kvöld með vinum yfir ölkollu og spjalli um veðurhorfur og heyskap.

Og jájá, bíður frétt af skemmdarverkum. Fólk sem vill kveikja í, brjóta og skemma og fela sig á bakvið málstað, segjast vera að mótmæla einhverju sem það skilur í raun og veru ekki. Af hverju skilur það þetta ekki? Af því að enginn gerir það, talað um skuldsetningu? Það er ekki búið að semja um allt þannig að ENGIN(N) veit hver niðurstaðan verður.

Öll þessi mótmæli eru farin að líta út eins og partý, bara ógeðslega gaman að fara niður í bæ og hafa læti.

Málstaður???

Tja....

Við munum eftir Herði Torfa þegar hann stóð fyrir utan seðlabankann og sagði "Út með Davíð og... æí hvað heitir hann þarna...?"

Hörður Torfa er reyndar maður sem þekkir einelti manna best á Íslandi (off the topic)

Hann byrjaði á því að berja yngri stráka á Hverfisgötunni, kom síðan út úr skápnum og var mobbaður fyrir það (og flúði land) og er núna farinn að leggja Davíð Oddsson í einelti.

Hann er allavega fagmaður, svo mikið er víst

Góðar stundir

Sá gamli (ekki alveg edrú)


mbl.is Enn reynt að kveikja eld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna var ekkert skemmdarverk framið. Málstaðurinn var bæði ágætlega kynntur fyrir aðgerðina, auk þess sem menn gengu um með gjallarhorn og útskýrðu fyrir áhorfendum hversvegna þeir væru að þessu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 05:19

2 identicon

Ef þú ert að vernda davíð oddson að þá vorkenni ég þér. Ríkistjórnin okkar brást ásamt seðlabankanum. Fólk vill breytingar og mótmælir! Við þurfum öll að mótmæla. Fólk er að missa vinnuna sína og í kjölfarið heimilin sín. Það er því spurning hvort þú farir ekki að forgangsraða áður en þú ræðst á mótmælendur, eða hreinlega fólkið í landinu sem vill fá svör. Atvinnuleysi eykst, og á eftir að aukast enn meira. Hverjum viltu kenna um? Hugsaðu áður en þú bloggar!

alli (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 05:38

3 identicon

Fyndið hjá Evu og Alla hvað þau eru hörundssár.

Þarna var hópur ræfla að koma saman og kveikja bál á miðju lækjartorgi til að ögra. Ekkert annað.

Alli er bitur því litli bálkösturinn hans var slökktur og Eva bitur því það gerir hún best :)

Halli (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 06:35

4 identicon

Merkilegt með fólk eins og þessa Evu, sem ég þekki reyndar ekki af öðru en því sem ég hef lesið á blogginu, hvað það ætlar að mótmæla og mótmæla í það óendanlega, og að því er virðist mótmæla mótmælanna vegna. Nú er búið að skipta um ríkisstjórn, það er verið að breyta lögum um seðlabankann og það mun tryggja breytingar á yfirstjórn bankans. Það verða kosningar eftir rúma 2 mánuði. Hvað heldur fólkt að gerist með áframhaldandi mótmælum? Að erlendar skuldir þjóðarinnar minnki? Að atvinnuleysi minnki? Að heimskreppan hætti, eða sleppi allavega Íslandi úr? Nei ég held að það væri nær að eitthvað af þessu liði sem greinilega telur sig vita betur en stjórnvöld og geta skilað betri niðurstöðu fyrir þjóðina (það hlýtur að vera það sem barist er fyrir) fari að vinna í að græja framboð og fara að kynna málstað sinn á uppbyggjandi hátt. Það eru rúmir 2 mánuðir í kosningar og ef þið hættið þessum skrílshætti eins og að kveikja í rusli á almannafæri og einbeitið ykkur að því að bjóða fram til þings, flokk sem býður upp á RAUNHÆFAR lausnir á vandamálunum þá ætti slíkur flokkur að geta náð árangri í kosningum og í framhaldi af því reddað málunum (EF ÞIÐ VITIÐ BETUR OG GETIÐ BETUR EN NÚVERANDI STJÓRNVÖLD).

En að lokum lifið heil öll sömul og endilega sýnið hvert öðru kærleika jafnvel þó Eva og fleiri séu að reyna að tala ykkur til einhvers annars. Munið bara að bylting má ekki vera byltingarinnar vegna heldur vegna fólksins sem stendur á bak við byltinguna. Og bylting verður að bjóða upp á eitthvað betra en það sem maður býr við, annars er maður í enn verri stöðu en fyrir byltinguna eins og svo fjöldamörg dæmi í heiminum bera vott um.

Hjalti (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 07:13

5 identicon

Hjalti. Ég held þú hafir hitt naglann á höfuðið. Sá þessa vitleysu í gærkvöldi og þetta er mitt mat. Vil taka fram að ég stóð nógu langt í burtu svo ekki væri ruglast á mér og liðinu.

Mótmæli með góðan málstað á bakvið sig hafa misst marks einmitt þegar fólkið sem stendur á bakvið þau veit ekki hvenær á að hætta. Eva og hennar smástrákaher (sonur hennar og vinir hans) eru dæmi um slíkt.

Tilgangur mótmælanna í nótt er að reyna að endurvekja hryllinginn sem var utan við alþingi þegar stóra bálið var kveikt og oslóartréð lést. Ekki vegna þess að þau hafi málstað nú heldur til að mótmæla mótmælanna vegna. Sumir hefja slíkt athæfi upp í starfsstétt sem "atvinnumótmælendur". Tilgangur þessarar skæru sl kvöld og tímasetningin virðist hafa verið til að ná hlutlausu fólki sem finnst spennandi að taka þátt í einhverju ölæði til að gera sér dagamun á leið á pöbbinn... síðan þegar fönnið er búið fer það bara á barinn eftirá og skemmtir sér bara áfram enda sá tilgangur með veru þeirra í bænum. Ekki mótmæli.

Tilgangur Evu og hennar 10-12 hettuklæddu lærisveina er þá að skýla sér bakvið þetta fólk í hóppnum og gera þeim um skoðanir... að þetta sé allt mótmælendur.... og segja "sjáiði fjöldann..."

Einmitt slíkt fólk fór fyrir þegar aðallinn í frakklandi var hálshöggvinn... og síðan þegar allir þeir voru komnir undir græna torfu, nú þá var nærtækast að taka millistéttina... nú og svo alla sem áttu meira en eitt skópar því það hlaut að vera spillt. Endaði með að þessar sjálfsskipuðu raddir fólksins voru orðnir einræðisherrar sjálfir, dómarar og böðlar sínu verri en þeir sem áður höfðu verið við völd. Niðurstaðan var að það heilbrigða fólk sem eftir var tók þá til sinna ráða og hjó þetta anarkistalið niður til að enda þessa vitleysu.

Því segi ég að fólk ætti ekki að dvelja við athafnir hettuklæddra, stefnulausra yðjuleysingja og gefa Evu og lærisveinum puttann...

Mín skoðun og hún er jafn rétthá skoðunum hettuhersins lágvaxna sem engin markmið hefur önnur en anarki og kaos. (stjórnleysi og ringulreið)

Ingólfur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 08:33

6 identicon

Tilgangur byltingar er alltaf sá að bylta því kerfi sem menn búa við hverju sinni. Á meðan valdníðsla og spilling er innbyggð í kerfið er nauðsynlegt að berjast gegn því. Ný ríkisstjórn breytir aðeins áherslum, sem er út af fyrir sig ágætt en við verðum að koma í veg fyrir að það gerist aftur að mikilvægum upplýsingum sé leynt fyrir þjóðinni og eiginhagsmunir fárra hafðir að leiðarljósi við stjórnun landsins. Ég bendi t.d. á að enda þótt nú sé vinstri maður tekinn við Fjármálaráðuneytinu, höfum við enn engar upplýsingar fengið um skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem hefur svipt fjölda þjóða sjálfstæði sínu og rænt þær auðlindum.

Ingólfur. Takk fyrir kreditið er það eru miklar ýkjur að 10-12 manns hafi komið ríkisstjórninni frá völdum. Það gerðu mörg þúsund manns, með ólöglegum aðgerðum.

Anarkí merkir stjórnvaldsleysi en ekki það að engin stjórn sé á nokkrum hlut. Það væri dálítið snjallt hjá þér að kynna þér hlutina áður en þú gasprar um þá. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband