Ráðamenn fagna þessu sjálfsagt
9.12.2008 | 10:25
Þetta hlýtur að vera léttir fyrir ráðamenn, fámennur hópur manna dregur að sér athygli fjölmiðla og þar með minnkar athyglin á ráðamennina sjálfa og verk þeirra. Mótmælendur skiptast upp í hópa með eða á móti aktivisma og heitar umræður spilast upp um réttlæti þeirra.
Á meðan sitja ráðamenn, sumir hræddir, aðrir rólegir en allir sitja þeir. Ekki knýr þetta á kosningar, ekki skilar þetta tillögum um lausnir, þetta skilar engu nema sundrung.
Persónulega vil ég ekki kjósa núna, enginn hefur komið fram með neitt til að kjósa um. Ef á að kjósa þarf ekki að kjósa um flokka eða fólk, það þarf að kjósa um lausnir. Ef enginn býður lausnir er illskást að búa við sömu ráðamenn, þeir eru þó að reyna af veikum mætti, þó megi deila um aðferðir eða afköst.
Vinstri grænir vilja kjósa núna því þeir sjá fylgi í skoðanakönnunum, auðvitað, þeir eru í stjórnmálum til að komast í valdastöður og hafa áhrif og eru tækifærissinnar. En þeir bjóða ekki lausnir, frekar en anarkistar eða aðrir.
Hlustum á fræðimennina, ráðamenn eiga líka að hlusta á fræðimennina. Leysum málið, hættum að flækja það.
Sá gamli
Átök við Ráðherrabústaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega! Hvar eru lausnirnar? Hver hefur komið fram með almennilegar tillögur að lausnum? Það hrópa allir "Við viljum breytingar" - "Við viljum að eitthvað sé gert". En ef bara EITTHVAÐ er gert, þá fáum við bara EITTHVAÐ, sem er ekkert endilega betra! Það þarf að hafa góða stefnu.
Ef ég sest upp í bíl og keyri bara eitthvað, þá veit ég ekkert hvar ég enda. Kannski enda ég í einhverju krummaskuði, kannski enda ég á góðum stað. En ef ég er búin að ákveða hvert ég ætla að fara, þá enda ég þar, hvort sem ég þarf að fara krókaleiðir að endastöð eður ei.
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 9.12.2008 kl. 10:41
Lágmarkskrafa er að fólkið sem ýmist viljandi og/eða óviljandi framdi landráð og ófyrirgefanleg afglöp með hrikalegum afleiðingum víkji og fólk sen nýtur trausts fái að koma að.
Georg P Sveinbjörnsson, 9.12.2008 kl. 16:34
Hver nýtur trausts Georg? Traust hlýtur að vera áunnið. Þú hlýtur að þurfa að hafa fyrir því að vinna þér inn þetta x á kjörseðlinum við nafn þitt.
Og hvernig á að vinna sér inn það traust?
Það hlýtur að þurfa að koma með raunhæfar lausnir, aðgerðir, svör.
Getum ekki bara kosið kosninganna vegna af því að við treystum ekki lengur þeim sem við kusum síðast. Þeirra í stað hljóta að þurfa að koma málsmetandi og treystandi aðilar. Ellegar þeir sem traustinu hafa glatað vinni sér það inn aftur, sem hlýtur að vera gríðarlega erfitt. Allavega vil ég sjá einhver skýr svör, ekki bara kosningar kosninganna vegna.
M.b.k.
Sá gamli
Aliber, 9.12.2008 kl. 16:41
Eins og vitur maður sagði, slembiúrtak úr símaskaránni hefði ekki getað staðið sig ver.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.12.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.