Krossför Moggans gegn fyrrum eigendum Kaupþings
6.3.2009 | 20:25
Morgunblaðið fer hamförum í fréttaflutningi af lánveitingum til fyrrum eigenda Kaupþings og stórra viðskiptavina. Hvers vegna birtast engar fréttir af lánveitingum hinna bankanna til eigenda sinna? Hvers vegna er ekkert vitnað í lánabók Landsbankans og Ponzi innlánana þar?
Gæti það ekki einfaldlega verið vegna þess að Mogginn er ekki með flugumann í skilanefnd Landsbankans, eða vegna þess að starfsmenn Morgunblaðsins eru enn hollir fyrrum eigendum og passa sig að grafa ekkert slæmt upp um þá (í von um að fá vinnu aftur seinna)?
Þetta einelti gagnvart Kaupþingi er einstaklega athyglisvert. Bankaleyndin farin út í buskann og ekkert gefið upp hvað þessir aðilar sem tóku lán hafi veðsett á móti. Svimandi tölur og upphrópunarmerki án alls samhengis er það sem hefur einkennt þennan í besta falli DV-legan fréttaflutning Morgunblaðsins um Kaupþing. Maður spyr sig hvað Morgunblaðið hefur á móti Kaupþingi og eigendum þess umfram hina bankana. Eru þetta angar af hatri Björgúlfsfeðganna í garð Ólafs Ólafssonar og samstarfsmanna eða er þetta illa dulin aðferð til að draga athyglina frá eigin sora með því að benda á aðra?
Af hverju er þá ekkert grafið upp um Glitni? Höfðu Björgúlfsfeðgar einhver viðskipti þar sem ekki má grafa upp heldur? Eða liggur skýringin einfaldlega í því að skilanefnd Kaupþings ef svo hriplek og ófagmannleg að völdum tölum er lekið út? Það er gott að eiga vini á réttum stöðum þegar maður vinnur hjá Morgunblaðinu.
Ræður Ný-Þór enn?
kv,
sá bitri....
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki frekar aumt hjá þér og ættir þú frekar að þakka fyrir allt það sem lýsir þessu sukki sem fram fór í KB banka og ekki kæmi það mér á óvar að við eigum eftir að sjá meira af þessari drullu koma fram í öllum bönkunum.
Hafðu góða kvöldstund.
Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger, 6.3.2009 kl. 20:43
Hringja engar ,,bullshit" bjöllur þegar það koma fréttir um ,,ósiðlegar lánveitingar" í hverri viku, stanslaust í hálft ár, um einn banka - og ekki múkk um hina? Uppljóstranir er frekar slakt orð, blaðamenn morgunblaðsins virðast hafa undir höndum skýrslu (sem þeir fá uppfærða reglulega) sem þeir greinilega kunna ekki að lesa í. Þeir sjá svimandi tölur og nöfn við hliðiná, sem segja varla hálfa söguna. Það er ekkert vitnað í hvaða samninga er verið að gera upp hverju sinni, ekkert nefnt í sambandi við veð eða hverju var fjárfest í fyrir lánin.
Stórir bankar lána til tryggra fjárfestinga gegn góðum veðum alltaf. Það er það sem bankar gera. Það er ekkert óeðlilegt við það, þótt fjárhæðirnar séu stórar þá þýðir það ekki glæpastarfsemi.
Þessi lán, ef þau eru ekki greidd, falla á lánadrottna bankanna ekki íslensku þjóðina svo þetta kemur æsku landsins akkúrat ekki neitt við.
kv,
Aliber, 6.3.2009 kl. 20:50
Hjarnlegu sammála þessu einelti moggans á Kaupþingi. Jafnframt með ólíkindum að Baugs-vinurinn sjöllenberg sé mættur á öll blogg, dæmdur maðurinn sem var klár í að falsa reikninga á meðan hann fékk greitt fyrir það. Mætir svo hvítþveginn og drullar yfir allt og alla eins og siðapostuli almúgans. Alveg jafn ósvífinn og lélegur og Jón Ásgeir. Hatur moggans á kaupþíngi þarf hinsvegar ekki að koma neinum á óvart. Agnes Bragadóttir, ástkona Davíðs og Jóns Baldvins fer hamförum, jafnframt er ritstjóri Moggans nátengdur inní Glitni og búinn að vera undir pilsfaldinum hjá Björgólfi eldri í langan tíma. Það sem er verst í þessu er hversu léleg blaðamennska blaðsins er. Þarna er enginn blaðamaður sem skilur um hvað er verið að fjalla um. Þeir setja sömu fréttina í loftið nokkrum sinnum án þess að eitthvað nýtt komi fram og tæknilega hliðin á útskýringum er eins og hjá menntaskólakrökkum. Þetta á reyndar við um alla fjölmiðla á Íslandi.
ebbi þór (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:09
Þetta er fín frétt. Úr því Mogginn hefur upplýsingar úr lánabókum Kaupþings er hið besta mál að blaðið tíni í okkar fréttir sem þaðan er að hafa. Þannig holar dropinn steininn og bráðlega byrjar leki úr skilanefndum hinna bankanna. Hér er mikilvægt að fá allt upp á borðið, leita að hinum seku og koma þeim undir manna hendur ef tilefni er til.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:22
Ljóst er að einhvers staðar verður að byrja í þessum kartöflugarði þar sem allt veður í illgresi.
Sjálfum þætti mér vænlegra að fá sérfræðinga í hvítflibbaglæpum á vegum Scotland Yard að fara í þessi mál. Hefur t.d. Robert T. „sögu“? Hafa aðrir þekktir einnig komið þar við sögu?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2009 kl. 21:25
Var Taggart ekki í Scotland Yard? Hann stóð sig nú vel kallinn... Getum við ekki fengið hann hingað?
Haukur Thor (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:30
hvað er málið með Scotland Yard? Eru þessir apaheilar sem nú sitja á hinu háa og heimska alþingi ekki búnir að skipa milljón nefndir og hópa til að rannsaka alla þessa drullu. Á meðan landið brennur þá finnst mönnum mestu máli skipta að finna út hvar eldurinn byrjaði í stað þess að byrja á að slökkva hann og vinda sér svo í að finna upprunann. Það þarf að byrja á því að hjálpa venjulegu fólki að geta lifað á Íslandi. Það er nefninlega nánast ómögulegt, meira segja þó fólk sé með sómasamlegar tekjur!
ebbi þór (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:37
Þetta kemur allt, Aliber! Finnst þér vont að byrja á Kaupþingi? Fer það illa í Framsóknartaugarnar þinar? Það er ekki óvitlaust að álykta að sama vitleysan hafi verið í gangi víðar: eigendur bankanna Wernerssynir, Baugur, Bakkabræður, Björgólfar og fleiri mjólkuðu bankana í eigin þágu. Mundir þú ekki gera það ef þú gætir?
Flosi Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 22:12
Mínar framsóknartaugar eru nú ekki sterkari en svo að ég held að afi heitinn hafi kosið framsókn. Ég sé ekki hvað stjórnmál koma þessu við?
Ef ég hefði verið einn af eigendum bankanna hefði ég ekki staðið í því að skemma eina af mínum stærstu eignum. Ég hefði að sjálfsögðu gert allt sem í mínu valdi stæði til að tryggja hag fyrirtækisins.
Það er einmitt það sem mér þykir sérstakt við umræðuna í dag. Fólk heldur að eigendur bankanna hafi blóðmjólkað þá og vísvitandi sett þá á hausinn. Afhverju ætti einhver að vilja brenna peningana sína? Hvaða rök væru fyrir því?
Ef ég ætti fyrirtæki þá þætti mér ekki ánægjulegt ef það færi á hausinn, en þér Flosi?
kv,
bitri
Aliber, 6.3.2009 kl. 22:23
Ég tek undir orð Jón Gerralds hér, þess ötula baráttumanns.
Mogginn mun fjalla um hinar lánsbækurnar þegar þær hafa verið birtar, þessi var sú fyrsta í röðinni. Blaðið er vandað og reynir að gæta helsta hlutleysis í umfjöllunum sínum þrátt fyrir rakalausar ásakanir Baugs stuðningsmanna.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 22:28
"Það er einmitt það sem mér þykir sérstakt við umræðuna í dag. Fólk heldur að eigendur bankanna hafi blóðmjólkað þá og vísvitandi sett þá á hausinn. Afhverju ætti einhver að vilja brenna peningana sína? Hvaða rök væru fyrir því?"
Ekki kannski vísvitandi sett þá á hausinn, en rekið þá með svo hrikalega lélegum hætti að það gat aldrei stefnt í neitt annað.
Ég get rétt ímyndað mér svipaða röksemdarfærslu í kringum Enron á sínum tíma, málið er að það getur verið mjög gróðvænlegt, sérstaklega á þeim tímum sem að við höfum lifað við nýlega, að reka fyrirtæki í tap. Þ.e. að skuldsetja fyrirtækið alveg upp í topp (og ódýrt lánsfé gerir það mjög auðvelt), sem að eykur nafnvirði fyrirtækisins og skera sér síðan bara nógu stóra sneið af kökunni áður en hún springur í andlitið á kröfuhöfum og "shareholders". Bjarni Ármanns er t.d. eitt besta dæmið, sjaldan eða aldrei hefur neinn rekið banka jafn illa og það erkifífl, en hann má þó eiga það að hann var nógu klár til að fara úr bankanum á "réttum" tíma.
Auk þess er frekar augljóst að þú skilur ekki nútíma bankastarfsemi ef að þú heldur að þessir aðilar hafi verið að brenna eigin peninga. Þeir voru að brenna sparifé mitt, þitt og annarra sparifjáreigenda í Evrópu.
Þetta eru glæpamenn með siðblindu á svo alvarlega háu stigi að það er með ólíkindum að það sé ekki enn búið að skella þeim í járn. Ekki jafn ótrúlegt og að fólk virðist ætla að halda áfram að kjósa fjórflokkanna, en nokkuð ótrúlegt samt sem áður.
"Ef ég ætti fyrirtæki þá þætti mér ekki ánægjulegt ef það færi á hausinn, en þér Flosi?"
Það fer eftir því hver tilgangur fyritækis þíns er. Ef að fyrirtæki þitt sér nánast einungis um það að reka eitt risastórt Ponzi svindl (sem að nútíma bankastarfsemi er vissulega orðin að) sé ég ekki af hverju þér ætti ekki að standa á sama. Þú værir nú þegar búinn að fá meiri pening heldur en þú lagðir nokkurn tímann í fyrirtækið til að byrja með.
Maynard (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:37
Maynard:
Það eru tvö megin viðskiptamódel við fyrirtækjaeign. Önnur er að kaupa hlut (jafnvel fjármagnaðan með lánum að hlutatil) og greiða svo niður lánið og láta eigið fé fyrirtækisins vaxa og þannig ávaxta peninga sína. Hin leiðin er að skuldsetja fyrirtæki með sterkt greiðsluflæði (hagnað) mikið, þ.e. gíra það hátt, og endurfjármagna sig títt. Þegar eigið fé vex er farið út í vöxt (yfirtökur og þessháttar) til að auka greiðsluflæðið. Í seinna dæminu er einblýnt á arðgreiðslur en ekki eiginfjársöfnun. Þessi viðskiptamódel eru bæði góð og gild en eiga ekki alltaf við. Það að ,,skuldsetja fyrirtæki í topp" er ekki ósiðlegt og ekki óeðlilegt heldur.
Sagan segir að Bjarni Ármanns hafi verið látinn fara því hann var farinn að segja stopp á þenslu bankans. Honum borgað vel fyrir að þegja og leppurinn hann Lárus fenginn í staðinn til að halda áfram með keyrsluna.
,,Auk þess er frekar augljóst að þú skilur ekki nútíma bankastarfsemi ef að þú heldur að þessir aðilar hafi verið að brenna eigin peninga. Þeir voru að brenna sparifé mitt, þitt og annarra sparifjáreigenda í Evrópu." - hvað meinar þú eiginlega? Varst þú með sparifé inni á IceSave? Fólk sem sælist eftir aukinni ávöxtun umfram það sem innlánsreikningar bjóða gera það á kostnað öryggis. Hærri vextir þýða meiri ávöxtun, það er hverju mannsbarni ljóst. Þú talar eins og bakarnir hafi verið einkavæddir og reknir til þess eins að stela frá þér peningum. Grátbroslegt. Maður græðir ekki alltaf, ef þú hefur valið áhættusamari leið en innlán þá tókstu meðvitaða ákvörðun um að þú gætir einnig tapað. Öll innlán verða greidd að fullu frá íslensku bönkunum að undanskildum nokkrum vellauðugum einstaklingum í Englandi, en þér er eflaust sama um fólk sem á peninga ekki satt?
Maður slátrar ekki sinni bestu mjólkurkýr.
Aliber, 8.3.2009 kl. 12:32
,,Hærri vextir þýða meiri ávöxtun, það er hverju mannsbarni ljóst."
- á að sjálfsögðu að vera:
,,Hærri vextir þýða meiri áhættu, það er hverju mannsbarni ljóst"
Aliber, 8.3.2009 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.