Athygliverð áhersla

Þessi málflutningur VG manna finnst mér pínu athygliverður í núverandi ástandi.

Þetta var áberandi fyrir síðustu kosningar en þá voru allir flokkar í þessum leik, þessu skítkasti sín á milli. Merkilegar sættir á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir þær kosningar í raun og veru.

En í núverandi ástandi hefði maður haldið að flokkarnir segðu okkur kjósendum hvað þeir ætluðu að gera til að koma okkur út úr þessari kreppu. En þess í stað segir Steingrímur að aðalmarkmiðið sé að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.

Hversu löng er þá stefnuskrá VG?

Mér fannst fulltrúi hagsmunasamtaka heimilanna komast vel að orði í Silfri Egils í dag þegar hann sagði að pólitík á Íslandi væri eins og Morfís keppni og gengi út á það að drulla yfir hugmyndir annarra.

Mér er í raun slétt sama hvaða bókstafur stendur fyrir hópinn, svo lengi sem fólkið ætlar sér að vinna vinnuna sína.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög edlilegt ad útiloka spillingarflokkinn.  Thad er mjög einfeldningslegt af thér ad halda ad thad sé sama hvada fólk vinnur vinnuna bara ef thad gerir thad.  Thad er eins og thú gerir thér ekki grein fyrir ad sá hópur sem vinnur vinnuna undir bókstaf D telst af VG og S standa ad eydileggingu en ekki uppbyggingu.  Thad er rétt stefna ad setja spillingarflokkinn í varanlega sóttkví. 

Áttu kaffi? (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 20:05

2 Smámynd: Aliber

" Thad er rétt stefna ad setja spillingarflokkinn í varanlega sóttkví."

Þarna erum við einfaldlega ósammála.

Það breytir mig, sem kjósanda, akkúrat engu hver situr á alþingi og í ríkisstjórn heldur skiptir það mig máli hvað hann gerir.

Þess vegna finnst mér það eðlileg krafa á flokkana, alla sem einn, að þeir segi okkur hvernig þeir muni ráðast á þennan vanda sem við stöndum frammi fyrir og hvernig þeir sjá fyrir sér íslenskt samfélag.

Ég er m.ö.o. orðinn þreyttur á þessari morfís orðræðu sem er í gangi. Fólk ósammála til þess eins að vera ósammála, það getur varla verið líklegt til uppbyggingar.... eða hvað?

m.b.k.

Sá gamli

Aliber, 22.3.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Aliber

P.s. já ég á kaffi, vertu velkominn :D

Aliber, 22.3.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband