Okkar tillaga að nafni
31.3.2009 | 08:55
Við leggjum til að nafninu verði breytt í Kappaflingfling til minningar um betri og bjartari tíma, sem greinilega er verið að reyna að endurvekja með nafnbreytingunni. Með því að velja þetta nafn næðist fram mikill sparnaður vegna lægri auglýsingakostnaðar. Hægt væri að endurnýta auglýsingarnar með John Cleese og allflestir Íslendingar þekkja þetta nafn. Þá væri lítið mál að breyta skiltum og merkingum, einungis þarf að skjóta nokkrum stöfum inn í nafnið og lógóið má vera það sama.
Einfalt fljótlegt og borðliggjandi.
kveðjur,
Aliberar
Kaupþing skiptir um nafn á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Í útlöndum heita bankar það sama, sama hvað. Bestu bankarnir hafa borið sama nafnið í hundrað ár og nafnið þeirra líka um leið orðið samheiti yfir traust og stöðugleika.
Það segir mikið um þankaganginn og skammsýnina í íslensku bönkunum að þeir hafa sumir þurft að skipta um nafn árlega.
Promotor Fidei, 31.3.2009 kl. 09:06
Að sjálfsögðu er kjánalegt að skipta um nafn og vera að eyða pening í það. Ef bankinn verður færður í hendur kröfuhafa mun hann líklegast ganga inn í einhvern erlendan banka og því skipta um nafn aftur...Sama mun gerast ef Kaupþing sameinast öðrum innlendum banka.
Misheppnað ,,publicity stunt" sem er einungis til þess fallið að eyða tíma og peningum sem væri hægt að nýta í eitthvað uppbyggilegt.
kv,
Aliber, 31.3.2009 kl. 09:24
Gott nafn!
Guðrún Helgadóttir, 31.3.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.