Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Blogghamfarirnar.
2.12.2008 | 17:25
Grunaði það. Bloggarar fara mikinn og vilja meina að hann sé að segja að fólk eigi að hafa hljótt. Ég að vísu hlustaði á það sem hann sagði og heyrði ekkert um það. Heyrði hann bara tala um að þetta mætti ekki leysast upp í skemmdarverk og ofbeldi. Og þar er ég sammála honum, þó ég sé alls ekki sjálfstæðismaður og hafi ekki kosið þann flokk í síðustu alþingiskosningum.
Ákveðin tegund mótmæla er að mínum dómi farin að þvælast fyrir. Aðgerðir, lausnir, innihald ræða og önnur efnisleg umfjöllun víkur fyrir fréttum af eggjagrýtingum og skemmdarverkum. Sumir vilja kenna fjölmiðlum um og þeir eiga vissa sök, þeir velja umfjöllunarefni og hversu stóran sess það skipar en eiga þeir sem láta svona ekki einhverja sök líka?
Í gær var fyrsti des. Þrátt fyrir útifund og ræðuhöld var aðalfréttaumfjöllunin um liðið sem þusti inn í Seðlabankann. Maður þarf að leggja sig eftir því að finna ræðurnar og umfjöllun um þær.
Spilling er nýja tískuorðið. Það eru víst allir spilltir sem hafa farið með einhver völd síðustu ár og þarf að skipta þeim öllum út. Sekir uns sakleysi er sannað, og í burtu með þá áður en sakleysið er sannað. Breytum breytinganna vegna, þá verður allt gott.
Árni minnist á verðbólguna og ástæðu hennar og fer að hluta til með rétt mál, gott hjá dýralækninum. En hann minnist ekki á breytingar á vísitöluútreikningum. Neyslukarfan hefur breyst, útgjöld þjóðarinnar þurfa að endurspeglast í vísitölunni og þau gera það ekki miðað við núverandi forsendur útreikninganna. En gengismál eru gríðarlega mikilvæg núna. Það verður að fá gjaldeyrisviðskipti í fullan gang aftur og ná jafnvægi á genginu. Orðið "haft" í haftastefnunni tekur á sig tvöfalda merkingu því ekki aðeins er verið að hefta gjaldeyrisviðskiptin heldur er einnig verið að koma í veg fyrir að jafnvægi náist. Höft eru á lausninni.
Sá gamli.
![]() |
Þarf að stilla mótmælum í hóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Andskotans barnaskapur er þetta!
1.12.2008 | 16:41
Hverju á þetta að skila? Af hverju er ekki tekið almennilega á þessum skríl? Djöfulsins aðgerðadekur alltaf hreint.
Það er á hreinu að ég læt ekki sjá mig á mótmælum á meðan svona andskotans fíflagangur viðgengst. Ég vil sjá mótmæli, ekki skemmdarverk og fíflaskap.
Hvar er uppeldið á þessu liði? Já, djöfulsins fíflaskapur segi ég bara. Hreint ekki sáttur við þetta.
Sá gamli
![]() |
Réðust inn í Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýju fötin keisarans
27.11.2008 | 20:44
Jáh, viðskiptaráðherrann er sniðugur.
Tökum upp haftastefnu aftur. Haftastefnan hefur einmitt reynst okkur einstalgega vel hingað til. Vinur okkar viðskiptaráðherra leggur til að veita seðlabankanum (já sem er stjórnað af manni með frábæra reynslu í hvernig á ekki að stunda gjaldeyrisviðskipti) leyfi til að hafa ,,tímabundnar takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum" til að hindra fjármagnsflótta. Með öðrum orðum á að halda áfram að skammta gjaldeyri. Nýju fötin keisarans endurfædd í formi lagafrumvarps.
Nú er mikil hætta á að Frón verði fast í árinu 1990 um ókomna tíð (a.m.k. til 2010) og almennileg gjaldeyrisviðskipti geti ekki átt sér stað. ,,Fjármagnsflótti" er einmitt það sem þarf til að koma jafnvægi á hérlendis, til þess að losna við kvefið þarf að leyfa sjúklingnum að fá hita í nokkra daga (í tilfelli Íslands jafnvel nokkra mánuði), ef ekki þá þarf greyið að vera að snýta sér að eylífu. Ég segi leyfum þessum erlendu fjárfestum að rjúka út með peningana sína, kýla krónuna tímabundið í gólfið, svo hún geti nú komið sér á fætur aftur sem fyrst. Með gjaldeyrsihöftum verður krónan aldrei söm við sig og gengi hennar haldið fjarri jafnvægisgengi (líklega of háu) sem í framhaldinu hefur áhrif á viðskiptajöfnuð og bankaviðskipti.
Ef krónan fær ekki að fljóta verðum við ekki þáttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði, sem leiðir af ser lakari kjör banka sem áfram leiðir til lakari kjara fyrirtækja o.s.frv.
Hættum þessu bulli og gerum nú einu sinni eins og kenningar hagfræðinnar leggja til, það getur ekki skaðað að fara einu sinni eftir ráðleggingum læknisins, hann er nú einusinni læknir. Flestir sem btjóta bein fara í gips, hví ætti það ekki að virka á handleggsbrotið okkar?
kv,
sá bitri
![]() |
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reyndar rétt hjá honum.
27.11.2008 | 17:09
Sama hversu ósáttur maður kann að vera, hversu reiður, hversu mikið sem mann þyrstir í blóðsúthellingar. Þetta er rétt hjá Gylfa. Það bætir ekki hag nokkurs manns að rjúka til alþingiskosninga núna með engum fyrirvara, við verðum að vera raunsæ, ástandið mun bara versna. Hann nefnir einnig að það mætti kjósa fyrr en 2011 (nokkrir bloggarar virðast gleyma því í skrifum sínum við þessa frétt) en að rjúka til núna er fullkomlega fráleitt. Það verður að klára þau verk sem eru í gangi, alþingi verður að fá að starfa áfram, nóg er víst um.
Ég vil hins vegar leggja eftirfarandi til.
Fengnir verða sérfræðingar úr háskólanum (Gylfi Zoega, Þorvaldur Gylfa einhverjir úr þessum hópi sérfræðinga sem við eigum) til þess að taka við Seðlabankanum (Davíð og þeir út) og umsjón með vinnunni í kringum IMF lánið. Þeir ráða því hvaða erlendu sérfræðingar koma að verkinu (þeir þekkja til innan bransans) og í þessa vinnu verður farið án þess að ríkisstjórnin stjórni þar verkum, hún fær einungis upplýsingar um gang mála. Ríkisstjórnin getur þá sinnt öðrum verkum s.s. heilbrigðis og menntamálum og öðru slíku en verður eftir sem áður að fara að því í efnahagsmálum sem sérfræðingarnir leggja til.
Og til að fá ekki fullyrðingarnar yfir mig, ég kaus hvorugan stjórnarflokkinn í síðustu kosningum.
Með kveðju.
Sá gamli.
![]() |
Kosningar eru hættuspil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kunnugleg stemmning
27.11.2008 | 15:20
Ég er staddur erlendis og gat því einungis horft á þessa ræðu í gegnum internetið.
Ég er mikill áhugamaður um heimildarmyndir og hef horft á þær margar um allt og ekkert. Þegar ég horfði á hana Katrínu flytja þessa ræðu, þegar ég sá eldmóðinn og reiðina, tóninn, líkamstungumálið og ekki síst innihald ræðunnar gat ég ekki annað en velt upp þeirri spurningu hvað ég hefði gert hefði ég verið á Austurvelli þennan laugardag.
Ég hefði sennilega fundið heimildarmyndirnar koma yfir mig.... rétt út hægri handlegginn og öskrað hátt og snjallt....
"Sieg Heil!!!"
Sá gamli.
Úthugsað
25.11.2008 | 13:26
Já þetta er bara góð hugmynd hjá Margréti. Ef til vill mætti bæta um betur og afnema allri leynd á Íslandi. Fysta leyndarmálalausa samfélagið. Væri ekki tilvalið að byrja á því að skrá niður hvaða flokka þegnar landsins kjósa. Svona til öryggis ef svo kæmi upp að það hafi verið rangt að kjósa einhvern flokk? Svo er alger óþarfi að láta lækna hafa þagnarskyldu gagnvart sjúklingum sínum, er það ekki okkar réttur að vita hvort nágranninn hafi lekanda eða krabbamein? Við verðum að fá að vita hvort nágranninn hafi lifað lífinu á réttan hátt. Einnig væri réttast að opinbera einkunnir nemenda svo allir viti hvernig nágrannanum hafi gengið í námi, við eigum rétt á að vita hvort maðurinn á efri hæðinni hafi stundað námið af krafti eða eytt tímanum í vitleysu.
Fyrst verið er að passa upp á þegnana er þá ekki tilvalið að taka upp öll símtöl á Íslandi, til öryggis, ef einhver brýtur af sér já eða ef fyrirtæki fer á hausinn. Þá er hægt að rekja allar ákvarðanir og stinga ábyrgum í fangelsi á meðan hlustað er á öll símtöl viðkomandi, stjórnmálaskoðanir, sálfræðiskýrslur, innistæða bankareikninga og laun viðkomandi eru skoðuð og opinberuð.
Margrét mín, þetta er dásamleg hugmynd. Þú mátt byrja á mér. Hafðu samband og þú mátt skoða bankayfirlitið mitt og skoða internetsöguna í tölvunni minni. Þangað til væri sniðugt að hafa samband ið kínverska sendiráðið og biðja þá um að aðstoða við verklagsreglur varðandi eftirlit og ritskoðun.
kveðja.
![]() |
Bankaleyndina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |