Skattahækkanir eru verðbólgufóður
24.3.2010 | 11:35
Gylfi Arnbjörnsson segir að ekki sé "hægt að sjá að eitthvað verðbólgufóður sé í gangi". Hvað með allar skattahækkanirnar? Ég hefði nú haldið að skattar myndu hækka vöruverð talsvert, ekki satt?
Gylfi vill líka að fyrirtæki taki á sig alla kostnaðaraukningu án þess að velta því út í verðlagið. Veit hann ekki hvernig fyrirtæki virka? Vill einhver reka fyrirtæki í góðgerðarstarfsemi? Ef fyrirtæki mega ekki hækka verð vegna aukins kostnaðar þá geta þau alveg eins hætt starfsemi í stað þess að vera rekin með enn meira tapi og fara á endanum á hausinn. Staða fyrirtækja í landinu er ekki beint sú besta þessa dagana - og hverjir vinna hjá fyrirtækjunum, jú einmitt fólkið í landinu.
mbk,
ÓS
Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breyta lögum til að koma í veg fyrir eitthvað sem er nú þegar ólöglegt?
23.3.2010 | 16:03
Enginn nektardans löglegur lengur, til að koma í veg fyrir nauðganir, mansal og annað sem nú þegar er ólöglegt.
Það er merkilegt hvað tíðkast í nafni pólitískrar rétthugsunar en stjórnvöld virðast heltekin af slíkri hugsun.
Nauðganir og mansal hverfa ekki þó svo að nektardans sé bannaður, það kann vel að vera að rannsóknir hafi sýnt að mansal tíðkist í þessum iðnaði en það sama á við um matvælaiðnað svo dæmi sé tekið. Mansal er ekki afleiðing þess að nektardans sé stundaður. Ég mæli með bókinni "how to lie with statistics".
Ég hef grun um að fókusinn sé rangur og að árangurinn verði ekki í samræmi við erfiðið.
m.b.k.
Sá gamli
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórn að kaupa sér vinsældir?
23.3.2010 | 14:10
Maður sér að Jóhanna er hissa, eðlilegt að hlutirnir komi henni á óvart, hún virðist ekkert fylgjast með.
En ef maður fer að skoða þessa kvótaaukningu örlítið betur kemur í ljós að hér á að auka kvótann um 80% þegar að Hafró lagði til að minnka hann úr 3.000 tonnum í 2.500 tonn frá síðasta fiskveiðiári. Það hlýtur að teljast undarlegt frá flokki sem kennir sig við umhverfisvernd að hann ætli sér að hjóla í Skötuselsstofninn með þessum hætti.
En einhverra hluta vegna er ekki hægt að tala um þetta á opinberum vettvangi heldur er þessu slegið upp sem væli í kvótakóngum.
Maður hlýtur fyrir vikið að spyrja sig hvort Ríkisstjórnin sé að kaupa sér "goodwill" og notfæra sér til þess óvinsældir LÍÚ og kvótakónga.
Er eðlilegt að draga störf líffræðinga og annarra vísindamanna Hafró í efa bara af því að maður er ósáttur við hvernig kvótaeigendur hafa skuldsett sig í gegnum tíðina og margir hverjir spilað rassinn úr buxunum?
M.b.k.
Sá gamli
Hittu ráðherra að máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afnám fjármagnstekjuskatta #2
22.3.2010 | 15:09
Er þetta ekki fyrsti liðurinn í að afnema fjármagnstekjuskatt með öllu á Íslandi?
Eru eftir þetta ekki haldlítil rök að rukka bara 18% skatt af vaxtatekjum, eru þetta ekki allt laun?
Sjá reiðifærslu mína frá því fyrr í dag.
kv,
ÓS
Hlutabréfasala skattlögð eins og launatekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afnám fjármagnstekjuskatts
22.3.2010 | 14:39
Hví er fjármagnstekjuskattur ekki afnuminn með öllu ef þetta reynist satt?
Hvað er það við kaup og sölu hlutabréfa sem veldur því að það flokkist sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur? Eru einhver rök önnur en þau að ríkið græði meira þannig?
Eru fjármagnstekjur ekki þegar maður hefur tekjur af fjármagni sínu og launatekjur þegar maður fær greitt fyrir vinnu? Hver er þá munurinn á því að fá greiddan arð úr fyrirtæki eða hagnað á sölu hlutans?
Þetta er gjörsamlega fáránlegt. Erfitt er að sjá tilganginn með því yfir höfuð að hafa fjármagnstekjuskatt, hví ekki að rukka 50% skatt á allar tekjur eins og laun? Það væri talsvert einfaldara að vera ekki með þennan málamyndaskatt sem ekkert fellur undir sem kallast fjármagnstekjuskattur.
Maður spyr sig, hví ekki að þjóðnýta allar jarðir, fyrirtæki og eignir á Íslandi og fara í sjálfsþurftarkommúnismabúskap og hætta þessum bölvaða feluleik. Ríkið er komið hálfa leið nú þegar - hvað á þetta hik að þýða? Drífið í þessu!
Ég kysi alvöru kommúnista fram yfir kommúnista í skítugri jafnaðargæru hvenær sem er.
bless,
ÓS
Hagnaðurinn skilgreindur sem launatekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
En kynþáttaða fjárlagagerð?
19.3.2010 | 14:23
Sá gamli byrjaði lauslega að glugga í þetta plagg sem fylgir fréttinni og staldraði strax við þá kröfu að nauðsynlegt væri að skilja "kyn"
Það var og...
En er allt leyfilegt í nafni pólitískrar rétthugsunar? Af hverju stefnum við ekki á sama tíma á kynþáttaða fjárlagagerð? Innflytjendur hér á landi búa við kröpp kjör og með fullri virðingu fyrir réttindabaráttu kvenna að þá held ég að íslenska millistéttarkonan hafi það töluvert betra en pólitískur flóttamaður hér á landi.
Hvernig væri bara að koma með lausnamiðaða fjárlagagerð!? Sem miðar að því að leysa aðsteðjandi vanda?
Það læðist að manni sá grunur að þetta sé tromp til að friða háværar raddir og beina athyglinni frá úrræða- og aðgerðaleysi stjórnvalda.
M.b.k.
Sá gamli
Handbók um kynjaða fjárlagagerð gefin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Cheerios hagfræði Lilju
16.3.2010 | 14:58
Cheerioshagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir virðist gengin af göflunum. Hún vill setja lög á banka sem meina þeim að innheimta skuldir sem viðskiptavinir þeirra hafa efnt til.
Ætlar hún þá einnig að setja lög á heildsala og önnur fyrirtæki um að einungis skuli innheimta 70-80% af þeim viðskiptaskuldum sem þeir eiga inni hjá viðskiptavinum sínum? Hvar endar þessi vitleysa? Þeir sem efna til skulda þurfa að borga - það er og hefur verið gegnumgangandi í viðskiptum. Það er ein helsta forsenda þess að fólk láni peninga, að fá þá borgaða aftur. Ég myndi ekki lána vinum mínum pening fyrir bíói ef ég mætti ekki samkvæmt lögum rukka hann um peninginn seinna.
Enn og aftur er sem SyndaflóðsLilja kunni ekki muninn á eðlilegum reikningsaðferðum og hreinni niðurfellingu skulda. Lilja: afskrift er ekki það sama og gjöf, afskrift er niðurfærsla virðis (skulda) í samræmi við áætlaðar endurheimtur. Ef meira innheimstist en sem nemur bókfærðu virði þá reiknast mismunurinn sem hagnaður og bankinn borgar 18% fjármagnstekjuskatt af því. Sem ættu að duga til að borga nefndarlaun Lilju.
Á hinn bóginn ef Lilju tekst (án þess að brjóta stjórnarskrána, en sagan segir að stjórnarskráin hafi farið mikið í taugarnar á henni síðustu mánuðina í starfi hannar í viðskiptanefnd) að setja lög sem neyða banka til að afskrifa, þá gefur auga leið að fjármálafyrirtæki fara á hausinn á Íslandi í stórum stíl í annað sinn og enginn mun hafa áhuga á að reka fyrirtæki hérlendis, allavega á meðan hún hegðar sér með þessum hætti í viðskiptanefnd.
dómsdagskveðja,
ÓS
Bankarnir hafa svigrúm til afskrifta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er að hvatakerfum?
16.3.2010 | 14:41
Hver er munurinn á hvatakerfi bankamanna og hvatakerfi fyrir fiskvinnslufólk?
Ef kerfið er gegnsætt og rétt upp sett þá sé ég ekkert að því að hafa bónusa fyrir þá sem standa sig vel og skila meiri tekjum en ella. Hvað er að því að hámarka tekjur banka? Er það ekki það sem öll fyrirtæki snúast um, að hámarka hagnað? Eða er nú allt í einu orðið rangt að skila hagnaði og allir eigi að vera í örlátri samvinnu um að búa ,,umgjörð um enduruppbyggingu" og launalausri ,,samfélagshagsmunavinnu"?
Væri þá ekki réttast að banna banka og einkarekstur fyrirtækja?
Og ekki koma með þetta spjald að bónusakerfið hafi ollið hruninu og þetta sé allt einhverjum millistjórnendum að kenna... það er jafn mikið bull og að segja að allir hestamenn séu fyllibyttur og allir prestar séu barnanýðingar.
kv,
ÓS
Fulltrúar bankanna spurðir út í bónuskerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En hvað ef krónan styrkist síðan?
15.3.2010 | 11:07
Nú verður sá gamli að viðurkenna að hann er orðinn ringlaður.
Nú stendur til að afskrifa lán niður að 110% af markaðsvirði bíla, og eins og fram kemur fá þeir sem þöndu sig mest, mest afskrifað.
En þessi erlendu lán, hvað gerist ef krónan styrkist síðan svo einhverju nemur (sem gæti vel gerst á næstu misserum) gengur þá þessi afskrift til baka? Eða tekur hinn almenni skattgreiðandi á sig gengistap og lántakandinn fær síðan gengishagnað í bónus ofan á afskriftirnar?
Ef þetta verður að veruleika ætla ég allavega að sitja um þennan markað því ef einhver getur ekki staðið undir afborgunum eftir afskrift og gengisstyrkingu ætla ég að grípa einhvern góðan bíl gegn yfirtöku á hressilega niðurfærðu láni.
M.b.k.
Sá gamli
Lán dýrra bíla afskrifuð mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veit enginn hvað orðið afskrift þýðir?
12.3.2010 | 13:08
Þó að lán séu færð yfir á afslætti er það ekki það sama og að það sé búið að afskrifa þau. Við verðum að muna að lánin voru færð yfir á þeim tíma þegar óvissan var hvað mest og enginn vissi í raun hvað væri framundan í samfélaginu. Sumir gerðu jafnvel ráð fyrir að hér myndi allt (þá meina ég ALLT) fara á hausinn.
Bankar eru með ákveðinn afskriftareikning sem safnað er í og greitt af honum og inn á lánasöfn sem skila sér ekki að fullu, m.a. þegar einstaklingar lenda í vændræðum með afborganir. Þegar lánasöfn eru flutt milli banka fer afskriftareikningurinn ekki með og því þarf að veita afslátt á safninu.
Bókhaldshugtakið afskrift er ekki það sama og skuldaniðurfelling. Það er eins og að segja að maður yrði að selja notaðan bíl á sama verði og nýjan því hann keyri ennþá... Einnig þykir mér eðlilegt að fólk greiði þær skuldir sem það efnir til og hætti að kvarta undan varfærnislegum bókhaldsaðgerðum hjá bönkunum. Enginn veit hverjir það eru sem geta ekki greitt þessi lán fyrirfram og því þýðir ekki að ætla að færa niður lán hjá einhverjum og einhverjum í von um að peningarnir skili sér betur.
Þessar ,,afskriftir" skipta litlu máli núna þegar Arion og Íslandsbanki sameinast aftur gömlu þrotabúunum, þá verður virði þeirra líklega fært upp aftur að einhverju leiti og allt komið á upphafsreit.
mbk,
ÓS
Lánin færð yfir á hálfvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)