Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Undarlegur réttlætingarkór
15.4.2009 | 12:12
Hér á bloggheimum fara margir mikinn til að bera í bætifláka fyrir hústökufólkið.
En hverjar eru staðreyndir þessa máls?
Fólkið braust inn í húsið, í óþökk eiganda.
Lögregla bað fólkið um að yfirgefa húsið, gaf þeim nægan frest og greip síðan ekki til aðgerða fyrr en þessi frestur var löngu liðinn.
Lögreglan fær síðan yfir sig ávexti, málningu og innihald slökkvitækis svo eitthvað sé nefnt.
Ég sé suma hrópa á að útrásarvíkinga ætti frekar að handtaka. En er ekki verið að rannsaka þau mál öll? Eða eigum við að handtaka fólk áður en grunur er staðfestur? Og hvernig kemur það þessu máli við? Fyrir utan að einn þessara meintu útrásarvíkinga á félag, sem á þetta hús. Má þá brjótast inn til hans? Hvar má brjótast inn? Hjá dæmdum glæpamönnum? Eða grunuðum eins og í þessu tilfelli?
Hversu göfugt sem markmiðið var, þá var þetta innbrot. Og móttökurnar sem lögreglan fékk eru til háborinnar skammar.
M.b.k.
Sá gamli
Sextán handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endalausar rökræður...
6.4.2009 | 10:27
Í Washington er rökrætt. Ísland er hafið yfir rök og ræður. Á Íslandi er Bloggað!! Áfram Ísland!
kv,
Hr. Bitur (ÓS)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland er ekki svona mikils virði
1.4.2009 | 12:23
Einstaklega athyglisvert. Það kom gat á þjóðarskútuna, gjaldeyrisleka varð vart. Allir menn settir í að tappa gatið sem fyrst og það tókst, krónan styrkist um 1,4% í fyrstu viðskiptum dagsins. Síðustu daga hafði borið á að menn sinntu ekki skilaskyldu vegna viðskipta við útlönd.
Hvað í ósköpuum gerist svo þegar þessum blessuðu höftum verður aflétt? Hvað ætlum við að hanga lengi á tönnunum á þessum stalli sem okkur ber ekki að vera á? Krónan er ennþá allt of hátt skrifuð, verðlag á Íslandi er enn of hátt. Við erum ekki svona mikils virði, sættum okkur við það. Hvað gerir okkur og okkar framleiðslu verðmætari en það sem gerist í Póllandi, Taílandi og Brasilíu? Ekkert.
Því fyrr sem þjóðin sættir sig við staðreyndir því betra. Já, heimili og fyrirtæki munu fara á hausinn sem aldrei fyrr, en þetta eru líka heimili og fyrirtæki sem hafa ekki efni á skuldum nánast sama hve mikla niðurfellingu þau fá.
Afléttum höftunum, tökum skellinn, byrjum svo uppbygginguna af krafti. Þessi millitímabilsdans er engum til góðs. Ef höftin verða höfð lengi þá verður Ísland kært fyrir brot á EES samningnum og við rekin úr honum. Þá fyrst versnar ástandið.
Þessar sveiflur í gengi krónunnar eru skýr vísbending um að jafnvægisgengi krónunnar er umtalsvert lægra, jafnvel nálægt 50% lægra en það er í dag. Opnið augun gott fólk, Ísland er verðlaust.
kv,
sá bitri.
Krónan styrkist um 1,41% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vanskapaða óskabarnið
1.4.2009 | 09:46
Hví er stjórn Eimskipa ekki búin að fara fram á greiðslustöðvun eða lánveitendur búnir að krefjast gjaldþrotaskipta? Hvaða rök eru fyrir því að láta fyrirtæki skila tapi endalaust og þynna þannig veð lánardrottna.
Eðlilegast væri að smella Eimskipum í gjaldþrot og selja rekstrareiningar þess til aðila sem kunna að reka fyrirtæki á ábyrgan hátt án bullandi taps. Gjaldþrot þýðir ekki að starfsemin hætti, þvert á móti, fyrirtækið hættir að vera lifandi lík á spena ríkisbankanna og kemst á lappir úr hjólastólnum með nýjum eigendum. Störfum mun fækka og rekstrareiningum verður lokað en ef þess þarf þá er best að gera það sem fyrst. Ég er ekki tilbúinn að borga fyrir taprekstur Eimskipa með mínum sköttum. Ríkisbankarnir eru ekki það öflugir að þeir geti pissað út 6ma.kr. á þriggja mánaða fresti í loftbólufyrirtæki með neikvætt eigið fé upp á um 1/3 af eigin fé Kaupþings.
Er verið að bíða eftir að ,,markaðsaðstæður" batni og þá verði skyndilega blússandi hagnaður á næstu mánuðum? Er e.t.v. verið að halda Eimskupum í öndunnarvél á kostnað skattborgara á meðan samkeppnisaðilum (sem virðast ekki eins illa staddir) blæði hægt og rólega út og fari í þrot, svo vanskapaða ,,óskabarnið" tóri áfram?
Öllum samsæriskenningum sleppt þá er staða Eimskipa grátleg, fyrirtæki með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 30ma.kr. og stanslausan taprekstur ætti að vera endurskipulagt undir eins.
kv,
sá bitri
Áframhaldandi tap hjá Eimskip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okkar tillaga að nafni
31.3.2009 | 08:55
Við leggjum til að nafninu verði breytt í Kappaflingfling til minningar um betri og bjartari tíma, sem greinilega er verið að reyna að endurvekja með nafnbreytingunni. Með því að velja þetta nafn næðist fram mikill sparnaður vegna lægri auglýsingakostnaðar. Hægt væri að endurnýta auglýsingarnar með John Cleese og allflestir Íslendingar þekkja þetta nafn. Þá væri lítið mál að breyta skiltum og merkingum, einungis þarf að skjóta nokkrum stöfum inn í nafnið og lógóið má vera það sama.
Einfalt fljótlegt og borðliggjandi.
kveðjur,
Aliberar
Kaupþing skiptir um nafn á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athygliverð áhersla
22.3.2009 | 18:47
Þessi málflutningur VG manna finnst mér pínu athygliverður í núverandi ástandi.
Þetta var áberandi fyrir síðustu kosningar en þá voru allir flokkar í þessum leik, þessu skítkasti sín á milli. Merkilegar sættir á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir þær kosningar í raun og veru.
En í núverandi ástandi hefði maður haldið að flokkarnir segðu okkur kjósendum hvað þeir ætluðu að gera til að koma okkur út úr þessari kreppu. En þess í stað segir Steingrímur að aðalmarkmiðið sé að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.
Hversu löng er þá stefnuskrá VG?
Mér fannst fulltrúi hagsmunasamtaka heimilanna komast vel að orði í Silfri Egils í dag þegar hann sagði að pólitík á Íslandi væri eins og Morfís keppni og gengi út á það að drulla yfir hugmyndir annarra.
Mér er í raun slétt sama hvaða bókstafur stendur fyrir hópinn, svo lengi sem fólkið ætlar sér að vinna vinnuna sína.
M.b.k.
Sá gamli
VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðleysi eða nauðsyn?
18.3.2009 | 19:32
Gylfi þarf að vara sig þegar hann gasprar um siðleysli. Þegar samið var um að fresta launahækkun verkamanna var það gert að beiðni fyrirtækjanna.
Það er ekki val að fara eftir kjarasamningum. Ef það væri svo þá væri litið um kjarasamninga. Vandinn við kjarasamningana er sá að ef fyrirtæki vill greiða hærri laun þá er það eins og að greiða lægri laun, ekki leyfilegt. Ef HB Grandi hækkar laun starfsmanna sinna veldur það miklu ójafnvægi sem gæti orðið Gylfa til talsverðra vandræða.
Það að borga út 0,6% arð á virði fyrirtækis getur seint kallast siðlaust. Þá er um 20% neikvæða raunávöxtun á eign hluthafa í fyrirtækinu að ræða í þeirri verðbólgu sem hefur verið síðasta ár. Sumir eigendur fyrirtækja hafa tekið lán til að fjármagna hlut sinn (sem er mjög eðlilegt ef gírun er hófleg). Þessir hluthafar þurfa að greiða vexti af lánum sínum, arðgreiðsla er eina leiðin til að greiða slíkar afborganir.
Síðan hvenær hafa fyrirtæki sem skila hagnaði talist siðlaus? Er nú orðið ólöglegt, siðlaust, siðblint og rangt að setja fyrirtæki ekki á hausinn á Íslandi?
kv,
sá bitri...
Hreinlega siðlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krossför Moggans gegn fyrrum eigendum Kaupþings
6.3.2009 | 20:25
Morgunblaðið fer hamförum í fréttaflutningi af lánveitingum til fyrrum eigenda Kaupþings og stórra viðskiptavina. Hvers vegna birtast engar fréttir af lánveitingum hinna bankanna til eigenda sinna? Hvers vegna er ekkert vitnað í lánabók Landsbankans og Ponzi innlánana þar?
Gæti það ekki einfaldlega verið vegna þess að Mogginn er ekki með flugumann í skilanefnd Landsbankans, eða vegna þess að starfsmenn Morgunblaðsins eru enn hollir fyrrum eigendum og passa sig að grafa ekkert slæmt upp um þá (í von um að fá vinnu aftur seinna)?
Þetta einelti gagnvart Kaupþingi er einstaklega athyglisvert. Bankaleyndin farin út í buskann og ekkert gefið upp hvað þessir aðilar sem tóku lán hafi veðsett á móti. Svimandi tölur og upphrópunarmerki án alls samhengis er það sem hefur einkennt þennan í besta falli DV-legan fréttaflutning Morgunblaðsins um Kaupþing. Maður spyr sig hvað Morgunblaðið hefur á móti Kaupþingi og eigendum þess umfram hina bankana. Eru þetta angar af hatri Björgúlfsfeðganna í garð Ólafs Ólafssonar og samstarfsmanna eða er þetta illa dulin aðferð til að draga athyglina frá eigin sora með því að benda á aðra?
Af hverju er þá ekkert grafið upp um Glitni? Höfðu Björgúlfsfeðgar einhver viðskipti þar sem ekki má grafa upp heldur? Eða liggur skýringin einfaldlega í því að skilanefnd Kaupþings ef svo hriplek og ófagmannleg að völdum tölum er lekið út? Það er gott að eiga vini á réttum stöðum þegar maður vinnur hjá Morgunblaðinu.
Ræður Ný-Þór enn?
kv,
sá bitri....
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað í ósköpunum er maðurinn að fara??!
5.3.2009 | 21:28
Í fyrsta lagi. Gott að Stefán er búinn að opinbera sig sem samfylkingarmann (sem hann reyndar gerði með því að básúna furðulega skattaútreikninga sína á stöð 2 reglulega þangað til Samfylkingin komst í ríkisstjórn).
Í öðru lagi. Hvað á hann við með orðunum, Hér á landi eru einhverjir róttækustu frjálshyggjumenn sem fyrirfinnast á Vesturlöndum,?? Hvar eru þeir?
Svo sannarlega ekki í ríkisstjórnum síðustu ára. Hér er ríkisrekin áfengissala og í bullandi góðæri fór ríkisstjórnin í stærstu framkvæmd sögunnar hér á landi. Og svo framvegis.
Í þriðja lagi. Byrjar hann enn og aftur á röfli sínu um skiptingu auðs (blautir Gini - stuðuls draumar).
Hann nefnilega segir aldrei nema hluta sögunnar. Jú, bilið milli þeirra ríkustu og fátækustu hefur víkkað, eða víkkaði í góðærinu. En þeir fátækustu verða samt sem áður ríkari.
Það er alltaf gott að setja upp dæmi af litlu samfélagi. Ef allir þegnar 10 manna samfélags hafa 500.000 krónur í mánaðarlaun hafa allir það jafngott og jöfnuðurinn er fullkominn. Ef einn þeirra síðan vinnur 5.000.000 í lottói en allir hinir eru ennþá með sínar 500.000 krónur er allt í einu kominn upp öskrandi misskipting. Samt hafa allir það jafngott og áður, bara einn hefur það mikið betra.
Þetta er enn eitt dæmið um það að pólitíkusinn helgleypir fræðimanninn. Önnur nýleg dæmi eru Sigmundur Davíð formaður framsóknarflokksins og Þór Saari hagfræðingur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar sem líkti Íslandi við Afríkuríki án þess að fara neitt nánar út í það.
Popúlismakreppuklám eins og það gerist grófast.
M.b.k.
Sá gamli
Hrunin frjálshyggjutilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Shit happens
5.3.2009 | 16:11
Þetta er einstaklega athyglisvert frumvarp. Bankaleynd aflétt svona án nokkurra útskýringa. Nú getur hvaða starfsmaður þessara embætta fengið upplýsingar um hvaða aðila sem er á landinu án þess að hafa grun um neitt óeðlilegt.
Merkilegt að ríkisstjórnin skuli vera að aflétta bankaleynd sisvona - afþví bara. Fólk heldur að hrunið á Íslandi hafi verið einhverjum að kenna. Einhver hljóti að hafa haft eitthvað óhreint í pokahorninu og staðið fyrir stórtækri hryðjuverkastarfsemi í skjóli bankaleyndar og þannig náð að setja þjóðina á höfuðið. Rangt. Fólkið í landinu virðist ekki átta sig á því (og stjórnmálamenn líka) að shit happens í litlum sem og stórum hagkerfum.
Við vorum að taka fyrstu skrefin á sviði opins hagkerfis og ekki er hægt að ætlast til þess að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið ráði við hraðann á hlaupabretti heimsins í fyrstu tilraun.
En fólk er algerlega sannfært að einhver hafi brotið af sér og þannig fellt okkur á hlaupabrettinu. Við leitum stanslaust í öllum skápum að einhverjum til að hengja en finnum ekkert nema spegla. Þjóðin öskrar á blóð og áttar sig ekki á að þetta var ekki neinum einum að kenna, þótt einhverjir embættismenn hafi eflaust átt meiri sök en aðrir.
Ríkisstjórnin er leidd áfram af óskhyggju þjóðarinnar um að finna ,,sökudólginn" sem ber ,,ábyrgðina". Sérstakur saksóknari á að fara ofan í kjölinn á þjóðarskútunni og finna rotturnar. Hann á að geta sagt: "Þessi! já það var þessi hér! Hann setti Ísland á hausinn með skortstöðu upp á fimmþúsundkrónur og tuttugu aura gegn þorskverði!!!" Svo á að hafa opinbera aftöku fyrir framan stjórnarráðið og allir lifa hamingjusamir til æfiloka.
Sama hversu miklar heimildir þetta embætti fær þá verður ekkert meira kært en ella. Auðvitað er eðlilegt að einhverjir hafi sveigt og brotið lögin, þannig er það alltaf. Hinsvegar er ekki hægt að finna einn sökudólg (já eða tvo eða þrjá) því þeir eru miklu fleiri, eða um 300þúsund.
Kv,
Sá bitri
Bankaleynd verður afnumin með öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)